Félagsbréf - 01.09.1963, Side 15

Félagsbréf - 01.09.1963, Side 15
KRISTMANN GUÐMUNDSSON Tvö Ijóð Rftir starf dagsins Eftir starf dagsins kemur þú, hljóðlát og björt, með sólskin í hárinu. Andartak ljómar bros þitt og rómur þinn kitlar hjarta mitt: Fallegt kvöld! Uti er regn og vindur, en sól skín á kollinn þinn og himinn augna þinna er blár. Eg leita til þín, eins og myrkrið leitar næturinnar og ljósið dagsins. Við sitjum saman, hönd mín snertir þig, sólskinshár við öxl mína, hálflokuð augu, lítið bros á vörum þínum og allt er harla gott. Svo einföld er hamingjan: blátt tillit, hros á rauðum vörum, angan úr gulum kolli. Og myrkrið hefur fundið nóttina, ljósið daginn.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.