Félagsbréf - 01.09.1963, Side 21

Félagsbréf - 01.09.1963, Side 21
Fyrsti þáttur Stundar og staða, sem nefnist Raddir á daghvörfum, er „til- brigði viS tíu þjóSsögur“, og hefur Hannes áSur ort af sumum sömu til- efnum (í KvæSabók). FróSlegt er aS sjá hversu breyttur stíll hans er í þessum nýju ljóSum. I Tíundu rödd t.d. er yrkisefniS sagan um djáknann á Myrká: Bregði fyrir birtu af tungli blasir við mér fölur hnakki á mig glórir gegnum bjarmann grá og nakin höfuðskel. Kynleg ferð. I vinaveizlu var mér boðið, jólagleði. Hvort er ég í höndum vinar? Hvort er ég í fylgd með draug? Hér er hvergi gengiS lengra en þjóS- sagan leyfir, ekki „lagt út af“ henni á neinn veg, — nerna ef þaS væri þá meS hinni ástríSulausu en þráteknu spurningu sem bergmálar í öllum þess- um tíu þjóSsagnatilbrigSum. En sagan er ekki séS í neinu nýju ljósi og aS- eins höfS hönd á sjálfsögSustu mynd- um hennar: klakabólgiS vatn, myrkur maSur, slútandi höttur, nakin höfuS- skel, tekin gröf. I Djáknanum á Myrká (KvæSabók) hins vegar nýtur sín veruleikaskyn Hannesar, galdralag lokahendinganna, Hann mun ríða Hörgá næstu jól með hvítan blett með hvítan blett í hnakka, er undirbyggt og magnaS af hinni ein- földu, en nýskynjuSu, hversdagslýs- ingu fyrri hlutans. Ekki vil ég halda því fram aS hlutverk skáldskapar sé einkum aS láta hroll fara niSur eftir bakinu á hæstvirtum lesöndum, en víst er um hitt aS sá „hrollur“ sem löngum er í för meS meiriháttar skáldskap er fjarri Röddum á daghvörfum. Ein- faldleiki málfars og mynda er hér ekki styrkleikavottur eins og í sumum öSr- um ljóSum Hannesar, og vikiS hefur veriS aS; öllu heldur vottar hann und- anhald undan viSfangsefninu eSa a.m.k. óheilt viShorf viS því. Lítum t.d. á Fyrstu rödd, um Drangey. Sjálfum óhugnaSi þjóSsögunnar er hér ekki haldiS til haga fremur en í öSrum þessum ljóSum: röddin sem talar í IjóSunum er hlutlaus, hún staShæfir og lýsir því sem fyrir her fremur en bregð- ast viS eSa gegn því. En vandséS er hvaS kemur í staSinn. „Tilfinning“ ljóSsins er ekki staSfest í sjálfu því, máli og myndum, heldur er sagt frá henni hversdagslegum orSum: vættur bjargsins er vond, hún er loSin fála, bústaSur hennar válegur, reipiS ör- mjótt, loft læblandiS, sigmaSurinn leit- andi, geiglaus, djarfur. Og enn má líta á ÞriSju rödd, útaf sögu Málmeyjar bóndans: Ber mig utar, lengra, leitin knýr mig fram lausgeðjaðan fanga sinnar eigin dirfsku. Hér er enginn galdur þrátt fyrir um- tal ljóSsins um „arga og ramma kynngi“; loftreiSin týnist niSur í hinni óljósu, slapplegu lokahendingu. Og uppgjöfin í orSfæri verSur lesanda vottur uppgjafar fyrir viSfangsefninu: „hlutleysi“ skáldsins er of eindregiS, flokkinn brestur leiSandi, samtengjandi FÉLAGSBRÉF 17

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.