Félagsbréf - 01.09.1963, Blaðsíða 26
prýðilega, mamma. Mér er bara lieilt.
Þetta er heitasti dagur, scm komið hef-
ur í Florida, síðan....“
„Af liverju hefurðu ekki liringt. Ég
hef verið svo hrædd. . . .“
„Elsku mamma, ekki að hækka þig.
Ég heyri prýðilega til þín,“ sagði
stúlkan. „Ég hringdi tvisvar til þín
í gærkvöldi. 1 annað skiptið rétt
eftir. .. .“
„Ég sagSi pabba þínum, að þú
myndir sennilega hringja í gærkvöldi.
En auðvitað þurfti hann endilega. . . .
Er eitthvað að, Muriel? Segðu mér
satt.“
„Mér líður ágætlega. Og viltu hætta
að spyrja.“
„Hvenær komstu þarna?“
„Það veit ég ekki. Snemma á mið-
vikudagsmorguninn.“
„Hver keyrði?“
„Hann keyrði,“ sagði stúlkan. „Og
vertu ekki að æsa þig upp. Hann
keyrði bara svo vel. Ég var steinhissa.“
„Keyrði hann? Muriel, })ú lofaðir
' it
mer. ...
„Mamma,“ greip stúlkan fram í
„Ég var að enda við að segja þér, að
hann keyrði svo vel. Meira að segja
innan við fimmtíu alla leiðina.“
„Var liann að reyna nokkuð skrýtið
núna með trén?“
„Ég sagSi þér að hann hefði keyrt
svo vel, mamma. Gerðu það fyrir mig.
Ég bað hann að halda sér nærri hvíta
strikinu og allt það og hann skildi,
hvað ég átti við og gerði það. Hann
var meira að segja að reyna að horfa
ekki á trén — ég fann það alveg. Er
pabbi annars búinn að láta gera við
bílinn?“
„Ekki ennþá. Þeir heimta fjögur
hundruð dollara bara fyrir....“
„Mamma, Seymour sagði pabba, að
hann ætlaði að borga það. Það er
engin ástæða. . . .“
„Jæja, við sjáum til. Hvernig hagaði
liann sér — í bílnum og yfirleitt?“
„Hann var ágætur,“ sagði stúlkan.
„Kallaði liann þig ennþá þessu
hræðilega... . ?“
„Nei. Hann er búinn að finna upp
nýtt.“
„Hvað er það?“
„Hverju máli skiptir það, mamma?“
„Muriel, ég vil fá að vita það.
„Jæja, þá, allt i lagi. Hann kallar
mig ungfrú Andansmellu ársins 1948,“
sagði stúlkan og kreisti kjúkur.
„Það er ekkert fyndið, Muriel. Það
er alls ekkert fyndið. Það er viðbjóðs-
legt. Sorglegt, eiginlega. Þegar ég
hugsa um það, hvað. .. .“
„Mamma,“ greip stúlkan fram í,
„hlustaðu á mig. Manstu eftir bókinni,
sem hann sendi mér frá Þýzkalandi?
Þú veizt, þessi þýzku kvæði. Hvað
gerði ég við hana? Ég er búin að
leggja höfuðið í bleyti....“
„Þú hefur hana.“
„Ertu alveg viss?“ sagði stúlkan.
„Já, vitanlega. Það er að segja, ég
hef hana. Hún er inni hjá Freddy. Þú
skildir hana eftir, og ég kom henni
ekki fyrir .... Af hverju? Vill hann
fá hana?“
„Nei, en hann spurði mig um hana
á leiðinni liingað. Hann vildi fá að
vita, hvort ég hefði lesið hana.“
„Hún var á þýzku.“
„Já, elskan, en það skiptir ekki
máli,“ sagði stúikan og krosslagði
22 FÉLAGSBRÉl'