Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 27

Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 27
fæturna. ,,Hann sagði, að það vildi bara svo til, að kvæðin væru eftir eina stórskáldiS á þessari öld. Hann sagði, að ég hefði átt að kaupa þýð- ingu eða eitthvað þess háttar. Eða lœra máliS, takk.“ „Agalegt. Agalegt. 1 raun og veru er það sorglegt, það er einmitt það sem það er. Pabbi þinn var að segja í gærkvöldi. .. .“ „Andartak, mamma,“ sagði stúlkan. Hún fór yfir að gluggabekknum og náði í sígaretturnar, kveikti sér í einni og settist aftur á rúmið. ,,Mamma,“ sagði hún og blés út úr sér reyk. „Muriel. Hlustaðu nú á mig.“ „Já, ég hlusta.“ „Pabbi þinn talaði við Sivetski lækni. „Ha?“ sagði stúlkan. „Hann sagði honum allt. Að minnsta kosti sagðist hann hafa gert það — þú veizt hvernig hann pabbi þinn er. Trén. Og þetta með gluggann. Og allt þetta hræðilega, sem hann sagði við ömmu út af því hvernig hún ætlaði sér að hverfa héðan. Og hvernig hann fór með allar þessar yndislegu myndir frá Bermuda — sem sagt allt.“ „Nú,“ sagði stúlkan. „Nú. í fyrsta lagi, sagði hann, að það væri hreinlega glæpsamlegt, að herinn skyldi hafa sleppt honum af spítalanum, ég get svarið það. Hann sagði pabba þínum alveg ákveðið, að það gæti svo farið — það væru meira að segja miklar líkur til að Seymour kynni að tapa sér alveg. Ég get svarið þetta.“ „Það er geðveikralæknir hérna á hótelinu,“ sagði stúlkan. „Hver er það? Hvað heitir hann?“ „Það veit ég ekki. Risser eða eitthvað svoleiðis. Hann á að vera feykilega góður.“ „Hef aldrei heyrt hans getið.“ „Ja, hvað um það, hann á að vera mjög góður.“ „Gerðu það fyrir mig að vera ekki hortug, Muriel. Við höfum miklar áhyggjur af þér. l’abbi þinn vildi helzt senda þér skeyti í gærkvöldi um að koma heim, skal ég segja þ. . . .“ „Ég kem ekki heim eins og er, mamma. Svo andaðu hægar.“ „Muriel, ég get svarið það. Doktor Sivetski segir, að það geti vel farið svo, að Seymour tapi sér al....“ „Mamma. Ég er rétt komin hingað. Þetta er fyrsta fríið, sem ég hef átt í mörg ár, og ég ætla ekki að fara að búa allt niður strax og koma heim,“ sagði stúlkan. „Ég gæti heldur ekki ferðazt núna. Ég er svo sólbrennd að ég get varla hreyft mig.“ „Þú ert mikið brunnin? Notaðurðu ekki sólarolíuna Brons, sem ég setti í töskuna þína. Ég setti hana beint. . .“ „Ég notaði hana. Ég brann samt.“ „Það er hræðilegt. Hvar ertu brunnin?“ „öll, elskan. Öll.“ „Þetta er hræðilegt.“ „Ég lifi það af.“ „Segðu mér, talaðurðu við þennan geðlækni?“ „Ja, já,“ sagði stúlkan. „Hvað sagði hann? Hvar var Sey- mour, þegar þú talaðir við hann?“ „í Sjávarsalnum að spila á píanóið. Hann hefur verið að spila á píanóið bæði kvöldin, síðan við komum. FÉLAGSBRÉF 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.