Félagsbréf - 01.09.1963, Side 28

Félagsbréf - 01.09.1963, Side 28
„Jæja, hvað sagði hann?“ „0, ekki mikið. Hann yrti á mig að fyrra bragði. Ég sat við hliðina á honum í hingó í gærkvöldi, og liann spurði mig, hvort það væri ekki maður- inn minn sem væri að spila á píanóið í hinum salnum. Ég sagði jú, það væri hann, og hann spurði mig, hvort Sey- mour væri eitthvað veikur eða svo- leiðis. Svo ég sagði....“ „Af hverju spurði hann að því?“ „Það veit ég ekki, mamma. Ætli það sé ekki af því livað hann er fölur og allt það,“ sagði stúlkan. Hvað um það, eftir bíngó spurði hann og kon- an hans mig, hvort ég vildi þiggja hjá þeim drykk. Svo ég gerði það. Konan hans er hræðileg. Manstu eftir kjóln- um, sem við sáum í glugganum í Bonwit. Þessi, sem þú sagðir þurfa pínu, pínu. .. . “ „Sá græni?“ „Hún var í honum. Og ekkert nema mjaðmir. Hún var alltaf að spyrja mig, hvort Seymour væri skyldur þessari Súsönnu Glass, sem á búðina á Madi- son Avenue, þarna hattabúðina.“ „En livað sagði hann svo. Ég meina læknirinn?“ „Ó, ja, ekki neitt eiginlega. Sjáðu við vórum þarna á barnum. Það var ægilegur hávaði.“ „Já, en sagðurðu honum, hvað hann reyndi að gera við stólinn hennar •• occ ommu: „Nei, mamma. Ég fór ekki mikið út í einstök atriði,“ sagði stúlkan. „Ég fæ sennilega tækifæri til að tala við hann aftur. Hann er allan daginn á barnum.“ „Sagði hann nokkuð, að gæti verið, að hann færi að verða, þú veizt, skrýt- inn eða svoleiðis? Að hann gæti gert þér eitthvað?" „Ekki beint,“ sagði stúlkan. „Hann þurfti að vita meira um hann, mamma. Þeir þurfa að vita allt um barnæsku þína — allt þetta þú veizt. Ég sagði þér það, við gátum varla talað saman, það var svo mikill liávaði þarna.“ „Jæja. Hvernig er hláa kápan þín?“ „Ágæt. Ég lét taka svolítið af stopp- inu úr henni.“ „Hvernig eru fötin í ár?“ „Hræðileg. En alveg dásamleg. Maður sér palíettur og allt,“ sagði stúlkan. „Hvernig er hcrbergið þitt?“ „Ágætt. Ekki meira en það samt. Við gátum ekki fengið herbergið, sem við höfðum fyrir stríð,“ sagði stúlkan. „Fólkið er alveg agalegt í ár. Þú ættir bara að sjá, livað situr næst okkur í borðsalnum. Við næsta borð. Þau eru alveg eins og þau hefðu komið í vöru- bíl.“ ,,Já, það er alls staðar svona. Hvern- ig er síði kjóllinn þinn.“ „Hann er of síður. Ég sagði þér, að hann væri of siður.“ „Muriel, ég ætla hara að spyrja þig einu sinni enn. Er ekkert að?“ „Nei, mamma,“ sagði stúlkan. „1 nítugasta sinn.“ „Og þú vilt ekki koma heim?“ „Nei, mamma.“ „Pabbi þinn sagði í gærkvöldi, að hann væri meira en fús til að borga fyrir þig, ef þú vildir fara eitthvað i hurtu ein til að hugsa þig um. Þu gætir farið i indæla siglingu. Okkur fannst báðum....“ 24 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.