Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 29

Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 29
„Nei, takk,“ sagði stúlkan og að- skildi fæturna. „Mamma, þetta samtal er farið að kosta. „Þegar ég hugsa til þess, að þú beiðst eftir þessum strák öll stríðsárin, ég á við, þegar maður hugsar um allar þessar villtu litlu eiginkonur, sem. . . .“ „Mamma,“ sagði stúlkan, „við skul- um leggja á. Seymour getur komið á hverri stundu.“ „Hvar er hann?“ „Niðri í fjöru.“ „Niðri í fjöru? Aleinn? Hvernig lætur hann á baðströndinni?“ „Mamma,“ sagoi stúlkan, „þú talar um hann eins og hann væri brjál- æðingur. .. .“ „Það sagði ég alls ekki, Muriel.“ „Já, en þú talar eins og hann væri það. Ég meina, að hann bara liggur þar. Hann vill ekki einu sinni fara úr baðsloppnum.“ „Hann vill ekki fara úr baðsloppn- um? Af hverju ekki?“ „Ég veit það ekki. Ætli það sé ekki af því að hann er svo fölur.“ „Guð minn góður. En liann þarj sól. Geturðu ekki fengið hann til þess?“ „Þú veizt, hvernig Seymour er,“ sagði stúlkan og krosslagði fæturna aftur. „Hann segist ekki vilja að alls konar bjálfar séu að skoða tattúeringuna á sér.“ „Hann er ekkert tattúeraður. Lét hann tattúera sig í hernum?" „Nei, mamma. Nei, elskan,“ sagði stúlkan og reis á fætur. „Heyrðu, ég hringi til þín á morgun kannske.“ „Muriel, hlustaðu á mig.“ „Já, mamma,“ sagði stúlkan og steig í hægri fótinn. „Hringdu til mín á augabragði, ef hann fer að gera eitthvað eða segja eitthvað skrýtið — þú veizt, hvað ég á við. Heyrirðu til mín?“ „Mamma, ég er ekki hrædd við Seymour.“ „Muriel, þú lofar mér því“ „Allt í lagi, ég lofa því. Bless mamma,“ sagði stúlkan. „Bið að heilsa pabba.“ Hún lagði á. „Seg mér glas,“ sagði Sybil Car- penter, sem bjó með móður sinni á hótelinu. „Segir þér glas?“ „Hættu þessu kiðlingur. Það er al- veg að gera hana mömmu þína vit- lausa. Viltu nú vera kyrr.“ Frú Carpenter var að bera sólskins- olíu á axlir dóttur sinnar og smurði henni niður um fínleg vænggerð herðablöðin. Sybil sat völtum beinum á geysimiklum, útþöndum strandbolta og horfði út á sjó. Hún var í kanarí- gulum sundfötum, tvískiptum, en á öðr- um helmingnum hefði hún reyndar varla þurft að halda næstu níu til tiu árin. „Það var eiginlega bara venjulegur silkivasaklútur — maður sá það þegar maður kom nær,“ sagði konan, sem lá í næsta baðstól við frú Carpenter. „Ég vildi ég vissi, hvernig hún fór að því að binda hann svona. Það var al- veg draumur.“ „Já, það hefur verið draumur,“ sam- sinnti frú Carpenter. „Svona kiðling- ur. Vertu nú kyrr.“ „Seg mér glas,“ sagði Sybil. Frú Carptenter varp öndinni. „Jæja þá, sagði hún. Hún setti hettuna á áburðarglasið. „Farðu nú að leika þér, FÉLAGSBRÉF 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.