Félagsbréf - 01.09.1963, Page 30

Félagsbréf - 01.09.1963, Page 30
kiðlingur. Mamma ætlar upp á hótel að fá sér kokkteil með frú Hubbel. Ég skal færa þér olífuna úr honum.“ Jafnskjótt og Sybil losnaði, tók hún á rás niður undir flæðarmálið og gekk síðan áfram í átt til Fiskimannaskála. Hún lét aðeins tefjast til að sökkva öðrum fæti í vatnsósa sandkastalarúst- ir, og brátt var hún komin út fyrir endimörk þeirrar fjöru, sem helguð var gestum hótelsins. Hún gekk enn fjórðung mílu vegar og tók nú allt í einu á rás og hljóp skáhallt upp yfir mýkra hluta fjörunn- ar, þangað til hún kom þar að, sem ungur maður lá á bakinu í sandinum. „Ætlarðu í sjóinn, seg mér glas,“ sagði hún. Ungi maðurinn lirökk við og bar hægri höndina upp að hálsmálinu á froðofnum slopp sínum. Hann velti sér á bakið, lét samanvafið handklæði falla frá augum sínum og pírði upp á Sybil. „Hó. Halló, Sybil.“ „Ætlarðu útí?“ „Ég var að bíða eftir þér,“ sagði ungi maðurinn. „Hvað er í fréttum?“ „Hvað,“ sagði Sybil. „Hvað er í fréttum? Hvað er á dag- skrá?“ „Pabbi minn kemur á morgun með flugvél,“ sagði Sybil og sparkaði sandi. „Ekki framan í mig, góða,“ sagði ungi maðurinn og lagði höndina á ökla hennar. „Nú, það var mál til kom- ið, að hann kæmi hann pabbi þinn. Ég hef búizt við honum á hverri stundu. Hverri stundu.“ „Hvar er frúin?“ sagði Sybil. „Frúin?“ Ungi maðurinn hristi dá- lítið af sandi úr hári sér. „Það er ekki gott að vita, Sybil. Það er um þúsund staði að velja, þar sem hún gæti verið. Á hárgreiðslustofu, til dæmis. Til að láta lita á sér hárið eins og á mink. Eða uppi á herbergi hjá sér að búa til brúður handa fátækum börnum.“ Nú lá hann flatur, en kreppti hnefana og lagði annan ofan á hinn, en hvíldi hökuna á hinum efri. „Spurðu mig um eitthvað annað, Sybil,“ sagði hann. „Þetta eru fín sundföt, sem þú ert í. Ekkert finnst mér fallegra en blá sund- föt.“ Sybil starði á hann og horfði svo niður á framstandandi maga sinn. „Þetta er gult,“ sagði hún. „Þetta er gult“ „Er það? Komdu svolítið nær.“ Sybil kom skrefi nær. „Þú hefur algjörlega rétt fyrir þér. Heimskingi get ég verið.“ „Ætlarðu útí?“ sagði Sybil. „Ég er að hugleiða það í fullri al- vöru. Ég get glatt þig með því, að mér er málið efst í huga.“ Sybil potaði tánni í gúmmíflekann, sem ungi maðurinn notaði stundum fyr- ir kodda. „Það vantar í hann loft,“ sagði hún. „Þú hefur á réttu að standa. Hann vantar meira loft, en mér er Ijúft að viðurkenna.“ Hann tók burt hnefana og lét hökuna livíla í sandinum. „Sybil,“ sagði hann, þú lítur ljómandi vel út. Það er gaman að sjá þig. Segðu mér eitthvað um sjálfa þig.“ Hann seildist til og tók báðum höndum um ökla hennar. „Ég er steingeit,“ sagði hann. „Hvað ert þú?“ „Sharon Lipschutz sagði, að þú hefð- 26 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.