Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 33

Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 33
ins. „En auðvitað verða þeir svo feitir af þessu, að þeir komast ekki aftur út úr holunni. Ganga ekki út um dyrnar.“ „Ekki að fara of langt út,“ sagði Sybil. „Hvað verður um þá?“ „Hvað verður um hverja?“ „Bananafiskana.“ „Þú átt við eftir að þeir eru búnir að eta svo marga banana, að þeir kom- ast ekki út úr bananaholunni?“ „Já, sagði Sybil. „Ja, ég á bágt með að segja þér það, Sybil. Þeir deyja.“ „Af hverju,“ spurði Sybil. „Jú, þeir fá bananasótt. Það er hræði- leg veiki.“ „Hérna kemur alda,“ sagði Sybil ó- róleg. „Við þykjumst ekki sjá hana. Við látumst ekki þekkja hana,“ sagði ungi maðurinn. „Tveir snobbar.“ Hann tók um báða ökla hennar og þrýsti niður á við og áfram. Elekinn snuðraði sig yfir bárukambinn. Ljóst hár Sybilar varð gagndrepa af sjóvatni, en óp hennar var blandið fögnuði. Þegar flekinn lá slétt á nýjan leik, þá strauk hún með hendinni flatan, votan hárvönd frá augunum og til- kynnti: „Ég var að sjá einn.“ „Sjá hvað, ástin mín.“ „Bananafisk.“ „Guð minn góður, nei,“ sagði ungi maðurinn. „Var hann með nokkra ban- ana upp í sér?“ „Já,“ sagði Sybil. „Sex“. Fætur hennar hengu votir út af flek- anum, og ungi maðurinn greip skyndi- lega um annan þeirra lyfti honum upp og kyssti á ristina. „Heyrðu!“ sagði eigandi fótarins og sneri sér við. „Heyrðu sjálf! Nú förum við í land. Ertu búin að fá nóg?“ „Nei.“ „Mér þykir það leitt,“ sagði hann og ýtti flekanum til strandar, þangað til Sybil fór af. Hann bar hann, það sem eftir var í land. „Vertu sæll,“ sagði Sybil og hljóp, saknaðarlaust, í átt til hótelsins. Ungi maðurinn fór í slopp sinn, bretti boðungunum upp í háls og keyrði handklæði sitt í vasann. Hann tók upp slepjaðan, blautan, óþjálan flekann og stakk honum undir handlegginn. Hann öslaði einn síns liðs eftir linum, heit- um sandinum heim í hótelið. Á undirhæð hótelsins, sem ráðamenn þess ætluðu baðgestum að nota, kom kona með sinkáburð á nefi inn í lyft- una um leið og ungi maðurinn. „Ég sé, að þér eruð að horfa á fæt- urna á mér,“ sagði hann, þegar lyftan var komin af stað. „Hvað segið þér?“ sagði konan. „Ég sagði, að þér væruð að horfa á fæturna á mér.“ „Hvað á þetta að þýða? Ég var að horfa á gólfið,“ sagði konan og sneri sér fram að dyrum lyftunnar. „Ef yður langar til að horfa á fæt- urna á mér, þá skuluð þér segja það,“ sagði ungi maðurinn. „En ekki vera með bölvað laumuspil.“ „Gjörið svo vel að hleypa mér út,“ sagði konan snöggt við lyftustúlkuna. Lyftudyrnar opnuðust og konan fór út án þess að líta um öxl. „Ég hef tvo venjulega fætur og ég FÉI.AGSBRÉF 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.