Félagsbréf - 01.09.1963, Side 35

Félagsbréf - 01.09.1963, Side 35
BALDUR RAGNARSSON Isar 1 Að bera þá sökum sem týnast í vötnum sumarsins, heillaðir eigin ásjónu — skammdræg eru þau mið. Syni Sefisusar gekk sjálfselskan ekki til, heldur þrá eftir fegurð hins óhöndlanlega. Einnig þá var sumar og lindin lifandi spegill, ástfangið dapurt auga, og dísir í skóginum; síðar fundu þær blóm, gáfu því nafn. En það sem sumarið fær ekki veitt getur veturinn gefið. Haustið nálgast og einn morgun er myndin horfin: vatn hefur hemað í nótt. Og þá skilst þeim sem þraukað hafa af sumar og þrá, að eigið andlit á aleinn ísinn — 2 Réttu mér hönd þína bróðir, mæl við mig orð. Á þeim leiðum er þú fórst til þessa, hvort má þar kenna yl úr jörð ellegar reyk úr söndum? Því litir þínir og fas bera vott um annað en átakastrit við heljarþegna. Þú brosir og þegir, en þögn þín og bros segja mér nóg. Baráttan í lifandi hjarta, rautt og grænt séð heilum augum: þvílíkt er svar þitt, Og sannleikur þinn sem hver annar í streymandi veröld; áunnar sættir með sýnd og reynd miðja vegu milli vatns og ísa. Og ráð þitt: að feta þig ívið innar, en hafa þó ætíð veður af móti þeirra kennileita sem enn bera form sín á kunnum grindum.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.