Félagsbréf - 01.09.1963, Page 36

Félagsbréf - 01.09.1963, Page 36
3 Valt er og svalt að bíða hnúkaþeys sem er hugtak hundið afrétt og eftirlegum æ og síðan, og hver ert þú að þú væntir linkindar nú þegar mörkum sleppir? Óstuddur, einn muntu ganga þann veg sem er þinn eiginn vegur, einstakur meðal óteljandi þráða sem allir þó strengjast í sömu stefnu, inn og innar í þá kristöllun tíma og rúms, þá fagurstirnuðu veröld sem dvelur utan skyngripa, vanari þéttleik. En minningar vonir og orð munu þó fylgja óbreytan- legri för þinni og miðla ilmi sínum og lit þeim blámaskyggðum ístjöldum handan allra depla. Því aðeins verður saga; því aðeins fær staðizt heimur sá — 4 Og þá rís sá jökull, hann hefst upp úr glitmóðu nála sem er sjónbaugur sem er víðbláinn; um hjarta þitt fer skjálfti við snertingu þeirra fleyga sem í senn eru ýtnir og stökkir svo að hugur þinn hrapar gegnum gleymdar rásir minninga, dofnuð tengsl við þá sorg sem eitt sinn var þín og ein sorga; þú grézt og hafðir glatað þínum fyrsta draumi. En jökullinn vex og gliðnar, hrekkur sundur í óteljandi örsmæðir flötunga, dvergabú sólna sem hreyfa leiftrum í veru draumsýnar: einnig hér skal líf. Og um fót þinn ofurseldan þeirri birtu leggst snjórinn hvítari fjarlægðum, hlásinn og léttur, án sorgar, án eftirsjár linda — 5 Þráðir morgnar eiga sér engan enduróm milli veggja sem eru virki hvítari draumum, luktir höfum sem eru þögn og voð óræðari kveðjum —

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.