Félagsbréf - 01.09.1963, Page 40

Félagsbréf - 01.09.1963, Page 40
smekk. Hefur þú aldrei notið þess? Eftir að Snorri kemur til Reykjavíkur eignast hann tvær ástmeyjar. Onnur yfirgefur hann strax. Sambúðin við hina gengur æði skrykkjótt og er í ó- vissu við so^ulok á sama hátt og allt er þar í óvissu. Tvær ástmeyjar. Er það mikið? Nægir yfirleitt minna? Hvað heldur þú? Þér finnst Snorri aldrei þora að segja hug sinn, beygja sig alltaf og hafa sig ekki í frammi. Erá sjónar- miði höfundarins hlaul þetla að vera svo. Þessi maður segir ekki hug sinn að jafnaði, en það er ekki kjarkleysi, sem veldur. Þegar til Reykjavíkur kem- ur, reyndar miklu fyrr og síðan alltaf í vaxandi mæli, glímir Snorri við grun sinn um það, að hatrið á bróður hans sé ástæðulaust. Gamla konan, sem var honum bezt, gerði honum þann veg, sem hann fer. Hún er honum örlögvald- ur. Hatrið var honum ljúfsár kvöl, en að missa það kvöl aðeins. Hann beygir sig og segir aldrei bug sinn gegn því, sem ýtir honum áfram þá leið, sem hann heldur sig verða að fara, en hvernig honum er innanbrjósts kemur fram í ónotum og öfuguggahætti þar, sem sízt skyldi. Svo mikið er angur hans yfir misheppnan sinni, að næst- um sviptir hann viti. Ég hélt, að þú myndir skilja tilraun til svona sálgrein- ingar. En þú misskilur fleira. Þú kveðst ekki trúa á samúð Snorra með alþýðu og það er í þér háðshreimur, þegar þú segir hann klæðast verkamannafötum. Nú væri að vísu ekkert því til fyrir- stöðu, að þessi maður fengi samúð með alþýðu, en ef þú ert að gefa í skyn, að höfundur muni ætla honum forustu- hlutverk þar í ósagðri framtíð, þá á- lítur þú mig heimskari en ég á skilið. Eigi ég eftir að skrifa sögu verkalýðs- foringja, verður hann úr öðru efni gerður en Snorri Pétursson. Það, að hann er seint í sögunni látinn klæðast verkamannafötum og tala, að því er virðist, með breyttu hugarfari, gefur engin fyrirheit um framtíð hans. Hann á ekki annarra kosta völ þarna. Hann er enn sem fyrr leiksoppur í annarra höndum, en á þeim leikvangi, sem hann villtist inn á. Snorra var aldrei ætlað forustuhlut- verk, enda hverfur hann með sögunni inn í fullkomna óvissu, að yfirlögðu ráði höfundar. Sagan er ekki fyrst og fremst saga Snorra Péturssonar, þó að hann sé hafður til að tengja hana sam- an. Það má kveða svo að orði, að hann fari villur vegar og gangi refilstigu, en meðfram þeirri leið, sem hann fer, blasa alls staðar við augum þjóðfélagslegar staðreyndir, sumar dæmigerðar, aðrar raunsannar. Snorri er hafður eins og hann er, vegna þess að sagan átti ekki að vera hallelújaboðskapur um eitt- hvert „patent", sem leyst gæti allan vanda. Hún átti ekki að skrifast sem lyfseðill gegn þeim mannlegu og þjóð- félagslegu meinum, sem hún bendir á. Hún átti fyrst og fremst að sýna okk- ur, hvernig við erum og höfum verið nú um skeið. Vegurinn að brúnni er ekki prédikun. Við skulum litast um, sjá hvar við erum stödd og hvernig við lítum út. Þetta er ekki prédikun. Þegar ég segi „þig“ á ég við fleiri. Þú manst það. En mér hefur mistek- izt að láta þig skilja Snorra. Það eru 36 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.