Félagsbréf - 01.09.1963, Side 43
HEIMIR HANNESSON
Leitin að Sobornost
í bók sinni „Samræður við Stalín“
skýrir Júgóslavinn Milovan Djilas svo
frá einum fundi sínum með Stalín, er sá
síðarnefndi sat við taflborðið í Kreml,
og deilur Albauíu og Júgóslavíu voru
á dagskránni: Einn lielzti foringi al-
banskra kommúnista, Naku Spiru
hafði svipt sig lífi, er liann varð undir
í valdabaráttunni. Hinir börðust um
völdin, en Júgóslavía óskaði eftir sam-
einingu beggja landanna. Stalín hafði
skjót svör: Við höfum engan sérstak-
an áhuga á Albaníu, ]nð skuluð gleypa
Albaníu — og til þess að ekkert færi
á milli mála stakk Sovétleiðtoginn
hægri hendinni upp í sig — gleypa
Albaníu.
Nefnd lýsing Milovans Djilasar á
þessum höfuðguði kommúnismans verð-
ur enn eftirminnilegri og skiljanlegri
að loknum lestri annarrar bókar eftir
íslenzkan sósíalista, sem á það sam-
eiginlegt með Djilas, að liafa ritað
bók um reynslu sína og kynni af hug-
sjóninni í framkvæmd og um hinn
mikla foringja. Djilas hlaut þau laun
í föðurlandi sínu að fá að lifa óáreitt-
Arnór Hannibalsson:
^ aldið og þjóðin. Safn greina um Sovét.
Helgafell 1963.
ur innan fangelsismúra, íslenzki sósíal-
istinn er ráðinn starfsmaður íslenzku
verkalýðsfélaganna og ritar greinar í
blöð um hugðarefni sín. Báðir eru
sammála um eitt: Maðurinn, sem um
langt árabil var „mannsins bezti vin“,
„hinn mikli faðir“, böfundur friðar og
bræðralags og svo sárt var grátinn, var
í raun og sannleika „asíatískur" villi-
maður og mesti glæpamaður, sem
mannkynið hafði þekkt til þessa.
Hinn íslenzki sósíalisti heitir Arnór
Hannibalsson. Hann fór á ofanverðu ári
1954 — rúmu ári eftir dauða Stalíns —
til Rússlands, stundaði nám, ferðaðist,
kynntist landi og þjóð næstu fimm
árin. Að lokinni tveggja ára dvöl í Pól-
landi kemur hann alkominn heim,
margs vísari, og þegar orðinn, ungur
að aldri, einn fróðasti íslendingur um
málefni hins margnefnda stórveldis.
Ivynni sín hefur hann svo birt í fyrr-
nefndri bók, greinasafni, er hann nefnir
ValdiS og þjóSiri, og gefur nafnið eitt
til kynna, að heimsmynd höfundar hef-
ur á þessum tíma tekið miklum og
róttækum breytingum.
Höfundur kemur víða við. Hann rek-
ur sögu iðnaðar og landbúnaðar,
sovézka ríkisvaldsins, ræðir um Asíat-
isma á undanhaldi, list í Sovétríkjun-
FÉLAGSBRÉF 39