Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 48

Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 48
í Sovétríkjunum enn í dag og hið stjórnarfarslega grundvallarkerfi sé enn hið sama. Ríkið sé ekki lengur hinn algeri veruleiki, en það sé eftir sem áður hið algera vald, sem geti sagt fyrir um hvaðeina. Höfundur segir, að réttaröryggi hafi aukizt, en breytingin hafi verið fólgin í því, að öryggisstofnanir hafi verið færðar undir stjórn og eftirlit jlokksins og með tilskipun frá 1958 hafi verkalýðsfélögum verið veitt heimild til að taka þátt í opinberum stjóra um framkvæmd hennar. Með sömu tilskipun fengu verkalýðsfélög einnig rétt til að „snúa sér til for- áætlunum og hlusta á skýrslur for- stjóra eða æðri yfirvalda með tillögur.“ Á öðrum stað segir höfundur: „Ekkert líf er enn hugsanlegt utan við vitund og vilja ríkisins. Hin eina rétta sanna skynsemi er sem fyrr skyn- semi Ríkisins“. Er hér skýrt kveðið að orði. Fróðlegt er í þessu sambandi að minna á lokaorð Djilasar í áður nefndri bók hans: „Jafnvel nú eftir hina svo- kölluðu „afstalínun“ blasir við okk- ur sama niðurstaða: Þeir sem óska eftir því að lifa og starfa í heimi ólík- um þeim, er Stalín skóp og enn er við lýði, verða að hætta lil þess lífinu“. Efnislega kemst höfundur að þeirri niðurstöðu, að enn beri sovézkt þjóð- félag glögg merki Stalínismans, og í rauninni byggist von hans á einu aðeins: sovézkri æsku. Unga fólkið vildi „brjóta niður tabú Stalínismans“, af- nema einangrun og leggja niður þjóð- arrembing. Unga fólkið vildi ekki trúa því, að allt sé „rotnað sorp utan landamæra Sovéts“. Auðvitað hefur ástandið batnað eftir dauða Stalíns. Um það hljóta allir að vera sammála höfundi. Fyrir- varalausar fangelsanir að næturlagi og aftökur án dóms og laga hafa horfið að mestu eða öllu. Stefnan um „frið- samlega sambúð“ er í rauninni yfir- lýsing um, að rússneskir ráðamenn geri sér ljóst, að deilumálin verða ekki útkljáð með þriðju heimsstyrjöld- inni. „Afstalínunin“ reyndist Pasternak ekki nægilegt vegabréf til Stokkhólms. 1 einu kvæða sinna segir annað sovézkt skáld, Évtúsenko: „Landamærin þrengja að mér Mér finnst það niðurbælandi að þekkja ekki Ruenos Aires New York“ Skoðanir Évtúsenkos hafa kostað hann mikið aðkast og harðar árásir og „enn mun hann þurfa að berjast fyrir rétti sínum“, segir höfundur. Rússnesk yfirvöld hafa nú tekið upp nýjar að- ferðir, geðveikrahæli eru látin hýsa andstæðinga ríkisins, og er fyrirmynd- in frá tímum keisaranna. Heimurinn mun fylgjast með þróuninni og það verður fróðlegt að fylgjast með Évtú- senko. Ef hann fær að vera í friði, þá stefnir í rétta átt. Vonandi kemst hann til Ruenos Aires áður en fyrstu landar hans lenda á tunglinu. Einni mikilvægri spurningu er ósvarað: Ur því að kerfið er enn hið sama, valdskipunin og flest viðhorf í 44 FÉLAGSBRÉF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.