Félagsbréf - 01.09.1963, Síða 50

Félagsbréf - 01.09.1963, Síða 50
Hitt er ekki óeðlilegt, að enn er höf- undur nokkuð mótsagnakenndur og ekki alltaf sjálfum sér samkvæmur, og ber ritgerðasafn hans þess nokkur merki. Arnór Hannibalsson á sér sína útópíu — sitt sæluríki friðar, jafn- réttis og bræðralags. Hann fann það ekki í Rússlandi. I stað sæluríkis fann hann skurðgoðadýrkun og lögreglu- ríki. í lokaorðum bókarinnar segir hann, að hið austræna þjóðfélag stefni að „Sohornost“, frelsun mannanna í heild, en til þess verði flokkur og ríki að deyja út. Bitur reynsla höfundar gefur ekki fyrirheit um ferðalok. J. D. Salinger er yfirleitt talinn fæddur í New York árið 1919, en sjálfur kannast hann ekki viS þær fréttir og verst gersam- lega allra frásagna um hagi sína eSa upp- runa. Salinger er meS kunnustu höfundum bandariskum um þessar mundir, en mesta frægS gat hann sér fyrir skáldsögu sina The Catcher in the Rye sem út kom 1951. Saga sú er afbragSsverk og hefur veriS þýdd út um allar jarSir þótt enn sé hún ókomin á íslenzku. — Salinger er snjall smásagna- höfundur, og hirtast sögur hans löngum fyrst í hinu kunna tímariti The New Yorker. Hann hefur um árabil unniS aS sagnaflokki um Glass-fjölskylduna og gefiS út tvær bæk- ur sem heyra honum til. Sagan sem hér birtist mun vera elzta Glass-sagan, og Sey- mour Glass sá sem frásagnarverSastur er í fjölskyldunni. Sagan er sótt í smásagnasafn Salingers Nine Stories sem út kom 1948. Baldur Ragnarsson er kennari aS starfi, og hefur hann skrifað og birt margt á esperantó, þar á meðal eina Ijóðahók. Ein ljóðabók hefur birzt eftir hann á íslenzku, Undir veggjum veSra, 1962, og Ijóð og greinar í tímaritum. Ljóð eftir Baldur Ragn- arsson birtust í Félagsbréfum 17, 1960. Stefán Jónsson rithöfundur birti fyrstu skáld- sögu sína „fyrir fullorðna” 1960, Sendibréf frá Sandströnd. HaustiÖ 1962 kom svo stór- virkið Vegurinn aS brúnni, en um þá hók birti Jökull Jakobsson grein í síðasta hefti Félagsbréfa. Heimir Hannesson lögfræðingur starfar í Seðlabankanum. Heimir er formaður Varð- bergs, félags ungra áhugamanna um vest- ræna samvinnu, og annar ritstjóri hins nýja landkynningartímarits, Iceland Review. 46 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.