Félagsbréf - 01.09.1963, Side 51

Félagsbréf - 01.09.1963, Side 51
Bœkur Borið af leið Halldór Stefánsson: Blakkar rúnir. Smásögur. Heimskringla. Reykjavík 1962. í þessu nýja safni Halldórs Stef- ánssonar er að finna 10 smásögur, mislangar og misjafnar að gæðum. Halldór hefur löngum verið talinn einn snjallasti smásagnahöfundur okk- ar og hinn eini sem gert hefur það form að sérgrein sinni. Marg- ar smásögur hans eru með því bezta sem af því tæi hefur verið skrifað á íslenzku. En því miður virðist höfund- inum hafa hrakað mjög ef marka má síðasta safn hans, Blakkar rúnir. Halldór er töluverður sálfræðingur og hefur tekizt að bregða upp sannfærandi mannamyndum, en þó er hann fyrst og fremst félagslegur rithöfundur; þjóð- félagið, ranglæti þess og brestir, eru honum hugleiknust viðfangsefni. Þess vegna gegnir það furðu hvað sögur hans í þessu safni virðast ótímabornar, ádeila þeirra úrelt í þeirri mynd sem hún birtist okkur. Það er engu líkara en höfundurinn þekki ekki lengur átt- irnar. Fyrsta sagan er all-löng, samnefnd bókinni, og er látin gerast í sjávar- plássi. Þar er sagt frá kaupmannshjón- unum á staðnum og þó einkum dóttur þeirra, Kaupmannahafnardvöl hennar,. raunum og sorgum í ástamálum. Þar koma einnig við sögu bræður tveir og farast báðir voveiflega. 1 sögunni skynj- um við dauft bergmál frá Ungfrúnni góSu. og húsinu og stendur þó þessi Halldór langt að baki nafna sínum. At- burðir allir í sögunni eru með miklum ólíkindum og fólkið er okkur harla- fjarlægt. Það sem mér þykir þó furðu- legast við söguna er sú andúð senr kemur fram hjá höfundi í garð sögu- fólks síns, það er eins og hann þurfi' að ná sér niðri á því fyrir einhverjar sakir og gera allt far þess sem hrak- legast. Kaupmannsdóttirin virðist eiga að vera ljósi púnkturinn þrátt fyrir bresti sína sem eiga að stafa af skiln- ingsleysi foreldranna og ströngu borg- aralegu uppeldi. En Jósabet verður ekki nógu aðlaðandi og geðfelld per- FÉLAGSBRÉF 47

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.