Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 54

Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 54
nokkurra þeirra greina sem Laxness skrifaði upprunalega fyrir dönsk blöð og tímarit en aðrar þýðir liann eftir íslenzkum og enskum frumtextum höf- undar. Bókin ber sem sagt töluverðan svip af „alþjóðamennsku“ Laxness hin seinni ár, enda eru margar greinarn- ar einkum skrifaðar fyrir erlenda les- endur og sumar hverjar nýlegar og hafa enn ekki birzt á íslenzku. Tæki- færisskrif Laxness og spjallgreinar í blöð (í þessari bók t.d. Egil Skalla- grimsson og TV og Slumcauseri, nýjar af nálinni, eða ferðapistlar hans frá Utah og Kína, eða bréfaskipti marg- fræg við rússneska tímaritið Culture and Life) eru langoftast skemmtileg aflestrar og hnyttileg og stundum lær- dómsrík með einu móti eða öðru; en þessi skrif ráða þó minnstu um yfir- bragð eða gildi þessarar hókar. Uppi- staða hennar er úrval úr bókmennta- skrifum Laxness, um klassískar íslenzk- ar bókmenntir og menningu annars vegar, skáldskapar- og lífsviðhorf sjálfs hans hins vegar; fyrir honum eru þessi viðfangsefni raunar samofin enda bregða þessar greinar nýrri birtu hver yfir aðra. Á það má líka benda að Lax- ness kemur sjaldan eða aldrei frani sem ótíndur spjallari: staða sjálfs hans sem „íslenzks sagnamanns“ er ævinlega ljós í skrifum hans. Og hlut- verk og staða sagnamannsins hefur á seinni árum orðið honum áleitið um- hugsunar- og vandamál. Þau vand- kvæði virðast m.a. hafa leitt til leik- ritagerðar hans í seinni tíð, og er um þau og hana rætt í nýrri grein í bók- inni: Nogle personlige notater om roman og skuespil. Mætti þessi bók vel verða til að minna á að hér heima er þörf fyrir heillegt og rúmgott úr- val úr bókmenntagreinum Laxness og gagnrýni, og yrði slíkt safn hið ákjós- anlegasta fylgiskjal með sjálfum skáld- skap hans. Elztu greinarnar í úrvali Eriks Sönderholms eru úr Alþýðubókinni sem skoða má sem eins konar forspjall að öllu verki Laxness síðan. Og hér eru slegnir strengir sem síðan hljóma djúpt og lengi: hér er trúarjátning hans á manninn, lítilmagnann, „hinn eina mann, hina æðstu opinberun lífs- ins, Þig“; og hér lýsir hann fyrsta sinni (í greininni Þjóðerni) hinni stoltu trú sinni á gildi og stöðu ís- lenzkrar menningar. Báðum þessum þáttum má síðan fylgja allan höfund- arferil Laxness: mannskilningi hans og mannshugsjón sem vitaskuld birtist í fyllstu og fegurstu ljósi í skáldverk- um hans en hann tjáir einföldum orð- um í ræðu sinni á Nóbelshátíðinni 1955 t.d., og óbilgjörnu menningar- stolti sem trúlega er einskonar fjöregg útkjálkahöfundi á þjóðgötu frægðar- innar en reyndar verður vart miklu víðar í einni eða annarri mynd og m.a. hjá velflestum íslenzkum menntamönn- um af sömu kynslóð. Skoðanir sínar um íslenzka menningu útlistar Lax- ness ítarlegast í Minnisgreinum um fornsögur, en sömu viðhorf finnast þegar í hnotskurn í greinarkorni frá 1938 fyrir danska tímaritið Tilskueren, Gammelt og nyt om islandsk littera- tur. Þar áréttir hann gildi og sérstöðu íslenzkrar menningar með samjöfnuði við Skandinavíu sem frá fornu fari liggi hundflöt fyrir evrópskum og í 50 FÉLAGSBRÉF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.