Félagsbréf - 01.09.1963, Síða 55

Félagsbréf - 01.09.1963, Síða 55
seinni tíð einnig engilsaxnesk-amerískum menningarstraumum en sýni norræn- um (les: íslenzkum) arfi fálæti og fyrirlitningu: „Denne almindelige og nærmest villede igr.orance, samtidig med en parvenuagtig snobisme for det sydlige, og en deraf fölgende kulturel holdningslöshed, er et fælles nordisk mindreværdstegn.“ Enn dýpra er tekið í árinni í nýlegri grein um afstöðu íslands til Norðurlanda og Evrópu; og þar gætir í fyrsta skipti svartsýni um framtíð íslenzkrar menningar: „Augljóst er að því meir sem þrengist þaS svæði er áhuga hefur á norrænum fræðum, því fremur hljótum við íslendingar að kenna okkur einangraða og einskis virta í því hlut- verki að varðveita og endurnýja klassíska arfleifð. Fáum við ekki á þessu sviði neina verulega hvatningu og stoð frá norrænum þjóðum, þá verður allt sem kallað er „staða íslands meðal Norðurlanda“ tóm fjarstæða. Því verður ekki neitað að afleiðingarnar af þessum norræna samdrætti birtast með ískyggilegum þunga á Islandi á okkar tím- um. I andlegum efnum höfum við aldrei í sögu okkar verið eins smáir og nú. Ef við höfum enn einu sinni hið ritaða orð að mælistiku, þá tjáir ekki að neita því að rithöfundarstörf okkar nú á dögum mót- ast af útkjálkabrag. sem allt of oft (þó kannske hvergi eins og í blaðamennsku) getur af sér ibarnaheimilis-hugarfar — ein- kenni sem eru ekki til í sjálfstæðri fornri arfleifð okkar. í stað þess að syngja með okkar nefi, semja heimsbókmenntir sem enginn geti eftir okkur leikið, eins og á miðöldum, skrifum við nú bækur sem aðrir geta gert betur.“* * Tilfært eftir þýðingu Jakobs Benedikts- sonar, fsiand, Norðurlönd og Evrópa, Tíma- fit Máls og menningar 4—5, 1962. Eflaust er mikil hæfa í þessari skoð- un, bæði um samstöðu Islands og ann- arra Norðurlanda og stöðu íslenzkrar menningar í dag, og að réttu lagi ætti hún að sæta miklu ítarlegri umræðu hérlendis en vart hefur orðið til þessa — sé okkur íslenzk menning og staða hennar á annað borð áhugaefni. Á hinn bóginn kynni einhliða ofmat og einræktun á „klassískri arfleifð“ að vera okkur sjálfum hættuleg ekki síð- ur en einhliða vanmat og kæruleysi um sömu arfleifð öðrum Norðurlanda- búum. Og að sinni er mér hugleiknast hvern stað hinnar „klassistísku“ af- stöðu Halldórs Laxness sér í sjálfu verki hans. Á það hefur verið bent að Minnis- greinar um fornsögur megi m.a. lesa sem lýsingu á Iistrænum viðhorfum og viðleitni Laxness sjálfs á seinni ár- um; að síðan verði krafan um list- ræna hlutlægni æ ríkari þáttur í skáld- skaparstarfi sjálfs hans. Síðar hefur hann margsinnis lýst fyrirlitningu sinni á seinni tíma tízkuviðleitni í skáld- skap; í erindi frá 1954, Vandamál skáldskapar á vorum dögum (sem einnig er hér í bókinni), lætur hann það t.d. heita svo að mikill hluti svo- kallaðra tízkubókmennta virðist „alveg sérstaklega sniðnar fyrir þær einkenni- legu verur sem stöku sinnum berast hingað til jarðar í sviðnu ásigkomu- lagi, komnar einhvers staðar utan úr himingeimnum á fljúgandi diskum“ og ameríkumenn kalli space-buddies. Á binn bóginn er hann seinþreyttur að lýsa trú sinni á hina epísku aðferð að fara með söguefni sem sé einna tor- veldust lista en muni seint falla úr FÉLAGSBRÉF 51

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.