Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 5

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 5
Frá ritnefnd Ritnefnd vill koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri við lesendur: í fyrsta lagi ber að tilkynna að ástralskt hefti kemur nú fyrir sjónir lesenda. Heiðurinn á sá vandvirki dugnaðarforkur Rúnar Helgi Vignisson. Hann valdi sögurnar, hann þýddi sögumar og hann samdi kynningar á höfundum. Rit- nefnd sendir honum þakkir fyrir ágæta samvinnu og óskar honum til ham- ingju. Einu sinni kom út þýskt hefti, nú er heftið ástralskt og bráðum kemur japanskt hefti. I öðru lagi hefur ritnefnd ákveðið að þeir sem finna rit- eða málvillu í tilkynningu ritnefndar, nú eða síðar, hljóti eftirsóknarverð verðlaun - laun á himnum eða flugferð eftir himinbrautum til Parísar. Þessi háttur er hafður á vegna þess að hörmuleg villa fannst í inngangi ritnefndar fyrr á þessu ári. Nefndarmenn voru beygðir af skömm og gengu ekki teinréttir dögum saman. Sá sem fyrstur tilkynnir villufund fær flugferð til Parísar á vegum tímaritsins. Ef deilur rísa um hvað er rétt og hvað er ekki rétt mun ritnefnd leysa úr deilumálum.

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.