Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 10

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 10
Hér hafa verið þýddar nokkrar af þekktustu smásögum áströlsku þjóðarinnar eftir nokkra af virtustu höfundum hennar frá því bók- menntasaga í okkar skilningi hófst þar neðra; allt eftir því sem smekkur þýðandans hefur boðið. Af mörgu er að taka þótt breski fáninn hafi ekki verið dreginn að húni í Astralíu fyrr en 1788. Ekki skyldu menn þó alhæfa um ástralskar bókmenntir út frá þeim fáu sögum sem hér getur að líta. Allt um það, hér verða eftirfarandi höfundar ferjaðir yfir á íslenska tungu: Henry Lawson (1867-1922), eitt af þjóðskáldum Ástrala. Hann var lengi vel talinn fyrsti ástralski rithöfundurinn sem eitthvað kvað að, en einhverjar vomur eru nú komnar á bókmenntafræðinga í þeim efn- um. Lawson fjallaði í verkum sínum mikið um landnámið og reynslu innflytjendanna af nýja landinu. Eftir hann er þýdd ein frægasta smá- saga hans, hin sígilda „Eiginkona í óbyggðum" („The Drover's Wife") sem fjallar um baráttu húsfreyju við náttúruöflin meðan maður hennar er fjarri. Patrick White (1912-1990). Eftir hann er þýdd smásagan „Niðri á haugum" („Down at the Dump"), ein af hinum svokölluðu Sarsapar- illa-sögum, þar sem White fæst við hugsunarhátt þeirra sem í útborg- unum búa. Hann var afar gagnrýninn á menningarástand landa sinna, þótti meðalmennskan vera í efstu skúffu. Ástralskar bókmennt- ir voru að hans mati „móbrúnt og daufgert afsprengi blaðamennsku- raunsæis", en hann gerði sitt til að bæta úr því. Árið 1973 voru honum veitt nóbelsverðlaunin fyrir epíska og sálfræðilega frásagnar- list sem komið hefði nýrri álfu á spjöld bókmenntasögunnar. Fræg- asta skáldsaga hans heitir Voss, stórbrotið verk um samskipti innflytj- endanna við náttúruöfl hinnar nýju álfu. Jack Davis (1918), einn þekktasti höfundur áströlsku frumbyggj- anna. Eftir hann er þýdd sagan „Málagjöld" („Pay Back") frá árinu 1976, en hún fjallar um samskipti hvítra og svartra frá sjónarhóli þeirra síðarnefndu. Peter Carey (1943), sem er líklega einna víðfrægastur núlifandi höfunda Ástrala. Hann hlaut Booker-verðlaunin fyrir skáldsöguna Oscar og Lucinda árið 1988, mikið verk um tengsl Bretlands og Ástralíu. Eftir hann er þýdd smásagan „Amerískir draumar" 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.