Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 10
Hér hafa verið þýddar nokkrar af þekktustu smásögum áströlsku
þjóðarinnar eftir nokkra af virtustu höfundum hennar frá því bók-
menntasaga í okkar skilningi hófst þar neðra; allt eftir því sem
smekkur þýðandans hefur boðið. Af mörgu er að taka þótt breski
fáninn hafi ekki verið dreginn að húni í Astralíu fyrr en 1788. Ekki
skyldu menn þó alhæfa um ástralskar bókmenntir út frá þeim fáu
sögum sem hér getur að líta.
Allt um það, hér verða eftirfarandi höfundar ferjaðir yfir á íslenska
tungu:
Henry Lawson (1867-1922), eitt af þjóðskáldum Ástrala. Hann var
lengi vel talinn fyrsti ástralski rithöfundurinn sem eitthvað kvað að,
en einhverjar vomur eru nú komnar á bókmenntafræðinga í þeim efn-
um. Lawson fjallaði í verkum sínum mikið um landnámið og reynslu
innflytjendanna af nýja landinu. Eftir hann er þýdd ein frægasta smá-
saga hans, hin sígilda „Eiginkona í óbyggðum" („The Drover's Wife")
sem fjallar um baráttu húsfreyju við náttúruöflin meðan maður
hennar er fjarri.
Patrick White (1912-1990). Eftir hann er þýdd smásagan „Niðri á
haugum" („Down at the Dump"), ein af hinum svokölluðu Sarsapar-
illa-sögum, þar sem White fæst við hugsunarhátt þeirra sem í útborg-
unum búa. Hann var afar gagnrýninn á menningarástand landa
sinna, þótti meðalmennskan vera í efstu skúffu. Ástralskar bókmennt-
ir voru að hans mati „móbrúnt og daufgert afsprengi blaðamennsku-
raunsæis", en hann gerði sitt til að bæta úr því. Árið 1973 voru
honum veitt nóbelsverðlaunin fyrir epíska og sálfræðilega frásagnar-
list sem komið hefði nýrri álfu á spjöld bókmenntasögunnar. Fræg-
asta skáldsaga hans heitir Voss, stórbrotið verk um samskipti innflytj-
endanna við náttúruöfl hinnar nýju álfu.
Jack Davis (1918), einn þekktasti höfundur áströlsku frumbyggj-
anna. Eftir hann er þýdd sagan „Málagjöld" („Pay Back") frá árinu
1976, en hún fjallar um samskipti hvítra og svartra frá sjónarhóli
þeirra síðarnefndu.
Peter Carey (1943), sem er líklega einna víðfrægastur núlifandi
höfunda Ástrala. Hann hlaut Booker-verðlaunin fyrir skáldsöguna
Oscar og Lucinda árið 1988, mikið verk um tengsl Bretlands og
Ástralíu. Eftir hann er þýdd smásagan „Amerískir draumar"
8