Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 13

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 13
sama bili slítur hundurinn - stór guleygur kynblendingssurtur sem hefur sýnt mikinn áhuga á málinu - af sér hlekkina og endasendist á eftir snáknum. Hann er aðeins of seinn samt og snoppan á honum mætir rifunni milli gólffjalanna í þann rnund sem afturendinn hverf- ur. Nánast í sömu andrá lætur drengurinn vaða og skrámar snopp- una á hundinum. Krókódíll skeytir ekki um það og ræðst í að grafa göng undir húsið; en er fljótlega brotinn til hlýðni og hlekkjaður. Þau mega ekki við því að missa hann. Eiginkona rekstrarmannsins lætur börnin standa við hundakofann meðan hún svipast um eftir snáknum. Hún hellir mjólk í tvær undir- skálar og setur þær við vegginn í von um að lokka snákinn fram; en klukkustund líður án þess að bóli á honum. Það styttist í sólsetur og þrumuveður í aðsigi. Börnin verða að fara inn. Hún vill ekki fara með þau inn í húsið sjálft, því hún veit að snákurinn felur sig þar og eins víst að hann skjótist upp á milli gisinna gólffjalanna þegar minnst varir; hún fer því nokkrar ferðir inn í eldhús með fangið fullt af eldiviði og kemur síðan börnunum fyrir þar. Það er ekkert gólf í eldhúsinu - eða öllu heldur moldargólf, kallað „jarðhæð" á þessum slóðum. í miðju eldhúsinu er grófgert borð, vel stórt. Hún fer með börnin inn og lætur þau setjast á þetta borð. Það eru tveir strákar og tvær stelpur - öll kornung. Hún gefur þeim að borða og fer síðan, áður en myrkrið skellur á, inn í húsið sjálft og nær í sængur og nokkra kodda - býst allt eins við að hitta snákinn fyrir. Hún býr urn börnin á eldhúsborðinu og sest að því búnu við það, hyggst halda vörð næturlangt. Hún gefur horninu gætur og hefur prik úr grænum ungviði tilbúið á kommóðu við hliðina á sér, ásamt saumakörfu og eintaki af Kvennablaðinu. Hún hefur hundinn hjá sér. Tommy fer að hátta, með semingi, en segist ætla að vaka alla nótt- ina og stúta þessum bannsetta snák. Móðir hans spyr hann hversu oft hún hafi sagt honum að blóta ekki. Hann hefur prikið sitt hjá sér undir ábreiðunni, og Jacky möglar: „Mamma! Tommy er að húðfletta mig með prikinu sínu. Segðu honum að fara með það." Tommy: „Þegiðu, þú litla -! Viltu að snákurinn bíti þig?" 11

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.