Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 13

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 13
sama bili slítur hundurinn - stór guleygur kynblendingssurtur sem hefur sýnt mikinn áhuga á málinu - af sér hlekkina og endasendist á eftir snáknum. Hann er aðeins of seinn samt og snoppan á honum mætir rifunni milli gólffjalanna í þann rnund sem afturendinn hverf- ur. Nánast í sömu andrá lætur drengurinn vaða og skrámar snopp- una á hundinum. Krókódíll skeytir ekki um það og ræðst í að grafa göng undir húsið; en er fljótlega brotinn til hlýðni og hlekkjaður. Þau mega ekki við því að missa hann. Eiginkona rekstrarmannsins lætur börnin standa við hundakofann meðan hún svipast um eftir snáknum. Hún hellir mjólk í tvær undir- skálar og setur þær við vegginn í von um að lokka snákinn fram; en klukkustund líður án þess að bóli á honum. Það styttist í sólsetur og þrumuveður í aðsigi. Börnin verða að fara inn. Hún vill ekki fara með þau inn í húsið sjálft, því hún veit að snákurinn felur sig þar og eins víst að hann skjótist upp á milli gisinna gólffjalanna þegar minnst varir; hún fer því nokkrar ferðir inn í eldhús með fangið fullt af eldiviði og kemur síðan börnunum fyrir þar. Það er ekkert gólf í eldhúsinu - eða öllu heldur moldargólf, kallað „jarðhæð" á þessum slóðum. í miðju eldhúsinu er grófgert borð, vel stórt. Hún fer með börnin inn og lætur þau setjast á þetta borð. Það eru tveir strákar og tvær stelpur - öll kornung. Hún gefur þeim að borða og fer síðan, áður en myrkrið skellur á, inn í húsið sjálft og nær í sængur og nokkra kodda - býst allt eins við að hitta snákinn fyrir. Hún býr urn börnin á eldhúsborðinu og sest að því búnu við það, hyggst halda vörð næturlangt. Hún gefur horninu gætur og hefur prik úr grænum ungviði tilbúið á kommóðu við hliðina á sér, ásamt saumakörfu og eintaki af Kvennablaðinu. Hún hefur hundinn hjá sér. Tommy fer að hátta, með semingi, en segist ætla að vaka alla nótt- ina og stúta þessum bannsetta snák. Móðir hans spyr hann hversu oft hún hafi sagt honum að blóta ekki. Hann hefur prikið sitt hjá sér undir ábreiðunni, og Jacky möglar: „Mamma! Tommy er að húðfletta mig með prikinu sínu. Segðu honum að fara með það." Tommy: „Þegiðu, þú litla -! Viltu að snákurinn bíti þig?" 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.