Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 17
sæi afrakstur margra ára strits farinn veg allrar veraldar. Þá beygði
hún af.
Hún barðist líka við lungna- og brjósthimnubólguna - gaf þeim fáu
nautgripum sem eftir voru lyfin og lét þeim blæða, og beygði af á ný
þegar tvær bestu kýrnar drápust.
Hún barðist einnig við óðan tarf sem sat um húsið heilan dag. Hún
bjó til kúlur og skaut á hann úr gamalli byssu út um rifur í veggnum.
Hann var dauður morguninn eftir. Hún fló hann og seldi skinnið.
Hún berst líka við krákurnar og ernina sem sitja um kjúklingana
hennar. Hún beitir afar frumlegu herbragði. Börnin kalla „Krákur,
mamma!" og þá þýtur hún út og miðar kústskafti á fuglana eins og
riffli, og segir „Bang!" Krákurnar hafa sig á brott hið snarasta; þær
eru kænar, en kona er kænni.
Fyrir kemur að útúrdrukkinn óbyggðamaður eða glæpamanns-
legur flækingur birtist og hræðir hálfpartinn úr henni líftóruna. Vana-
lega segir hún þessum grunsamlegu aðkomumönnum að maðurinn
hennar og tveir synir séu við vinnu fyrir neðan stífluna, eða í garð-
inum, því þeir spyrja alltaf lævíslega eftir húsráðanda.
Það er ekki lengra síðan en í síðustu viku að flækingur með gálga-
fés fleygði hafurtaski sínu á veröndina og heimtaði mat eftir að hafa
fullvissað sig um að ekki væru neinir karlmenn á bænum. Hún gaf
honum að éta; þá kvaðst hann mundu vera um nóttina. Það var um
sólsetursbil. Hún náði sér í fjöl úr sófanum, leysti hundinn, og tók sér
stöðu fyrir framan kauða, hélt á fjölinni í annarri hendi og um háls-
band hundsins með hinni. „Nú ferð þú!" sagði hún. Hann leit á hana
og á hundinn, sagði: „Gott og vel, frú," eins og undirlægja og hypjaði
sig. Hún var ábúðarmikil kona, og gulu augun í Krókódíl skutu
gneistum - auk þess líktist gin hundsins mjög skriðdýrinu sem hann
hét eftir.
Það er fárra ánægjustunda að minnast þar sem hún situr ein við
eldinn, á verði gegn snáki. Dagar hennar eru hver öðrum líkir; en á
sunnudögum klæðir hún sig upp, snyrtir krakkana og puntar ung-
barnið, og heldur í einmanalega gönguferð eftir óbyggðaslóðinni, ýtir
gömlum vagni á undan sér. Þetta gerir hún á hverjum sunnudegi.
Hún er eins áfram um að hafa börnin vel til fara og væri hún að fara í
gönguferð eftir strætum borgar. Það er hins vegar ekkert að sjá, og