Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 23

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 23
„Ég sný af honum hausinn einn daginn," sagði Wal. „Hann er bara á erfiðum aldri." Hún stóð við gluggann og var hin íbyggnasta. Það var jarðarförin sem gerði hana alvarlega í bragði. Kom gæsahúðinni út á henni. „Gott þér datt í hug að fara á haugana," sagði hún og horfðist í augu við siðsemi úr rauðum múrsteini handan götunnar. „Ef eitthvað slær mig út af laginu, þá er það að þurfa að horfa á líkfylgd." „Fer ekki héðan," sagði hann hughreystandi. „Þau fóru með hana strax um kvöldið. Hún fer frá Utfararþjónustu Jacksons." „Gott hún hrökk upp af í byrjun vikunnar. Þeir eru ekki eins persónulegir um helgar." Hún fór að gera sig klára fyrir ferðina á haugana. Hún dró skokkinn dálítið niður. Fór í skó. „Viss um að Henni léttir. Sýnir það samt ekki. Af því það er systir hennar. Ég er viss um að Daise stóð í helvítinu af henni." Þá fann frú Whalley sig knúna til að fara aftur að glugganum. Eins og af eðlisávísun. Og viti menn, þarna var Hún. Gáði inn í póst- kassann, eins og hún væri ekki búin að sækja póstinn enn. Þegar frú Hogben beygði sig yfir múrsteinsstöpulinn sem póstkassinn hafði verið steyptur í, skein úr andliti hennar allt það sem vænta má hjá sorgbitnu fólki. „Daise var ágæt," sagði Wal. „Daise var ágæt," samsinnti konan hans. Skyndilega fór hún að velta fyrir sér: Hvað ef Wal, ef Wal hefur einhvern tíma...? Frú Whalley lagaði á sér hárið. Ef hún hefði ekki verið svona ánægð heima hjá sér - og ánægð var hún eins og minningablikið í augum hennar staðfesti - hefði hún kannski farið að dæmi Daise Morrow líka. Handan götunnar var frú Hogben að kalla. „Meg?" kallaði hún. „Margréf?" En af tómum vana, stefnulaust. Hún var óvenju mjóróma í dag. Svo sneri frú Hogben burt. „Einu sinni var farið með mig í jarðarför," sagði frú Whalley. „Þau létu mig kíkja oní kistuna. Það var kona karlsins. Hann var svo voða- lega sorgbitinn." „Kíktirðu?" 21

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.