Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 27

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 27
ust ekki til að vera í fötum. Hann var fjórtán ára og leit út fyrir að vera eldri. „Jæja þá," sagði hún, málrómurinn súrari en efni stóðu til, „ég ætla ekki að gráta yfir neinum fýlupokum. Hafðu þína hentisemi." Hún hélt af stað. Þar sem pabbi hans var búinn að taka gamla skröltskrjóðinn út fór Lum að klöngrast upp. Maður fékk að minnsta kosti frið aftan á pall- bílnum, þó hann væri ekki neinn Customline. Það að Whalleyhjónin skyldu eiga Customline líka kom órökvísara fólki í opna skjöldu. Þar sem hann stóð á grasinu fyrir framan skúrinn hjá þeim virtist hann stolinn, og var það næstum því - þriðja greiðsl- an fallin í gjalddaga. En mundi renna léttilega til Barranugli og gott betur og kasta mæðinni fyrir utan Northernhótelið. Lum hefði getað staðið daglangt og dáðst að tvílita fólksbílnum þeirra. Eða teygt úr sér inni í honum og látið puttana hnoða plasthold. Núna var það pallbíllinn í vinnuna. Rassbeinin bitu sig í borðin. Holdmikill handleggurinn á föður hans stóð út um gluggann, honum til viðurstyggðar. Og svo klöngruðust tvíburarnir út úr ryðguðum katlinum. Hinn skolhærði Gary - eða var það Barry? hafði dottið og fleiðrað sig á hnénu. „I guðanna bænum!" skrækti frú Whalley, og hristi hárið á sér, sem var líka skollitt. Frú Hogben horfði á eftir Whalleyfjölskyldunni. „í múrsteinshverfi, það hefði mér aldrei dottið í hug," sagði hún enn einu sinni við manninn sinn. „Allt hefur sinn tíma, Myrtle," svaraði bæjarfulltrúinn Hogben sem fyrr. „Auðvitað," sagði hún, „eíástæða er til." Því hún vissi að bæjarfulltrúar urðu að hafa ástæðu. „En þetta heimili! Og Customline!" Munnvatn biturleikans spratt fram. Það var Daise sem hafði sagt: Eg ætla að njóta lystisemda lífsins - og dó í þessu subbulega hreysi. Atti þá ekki annað en bómullarkjólinn sem hún var í. Myrtle átti aftur á móti lifrarlitt múrsteinshús - ekki einn einasti rakablettur í loftunum - hún átti þvottavél, rotþró, 25

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.