Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 27

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 27
ust ekki til að vera í fötum. Hann var fjórtán ára og leit út fyrir að vera eldri. „Jæja þá," sagði hún, málrómurinn súrari en efni stóðu til, „ég ætla ekki að gráta yfir neinum fýlupokum. Hafðu þína hentisemi." Hún hélt af stað. Þar sem pabbi hans var búinn að taka gamla skröltskrjóðinn út fór Lum að klöngrast upp. Maður fékk að minnsta kosti frið aftan á pall- bílnum, þó hann væri ekki neinn Customline. Það að Whalleyhjónin skyldu eiga Customline líka kom órökvísara fólki í opna skjöldu. Þar sem hann stóð á grasinu fyrir framan skúrinn hjá þeim virtist hann stolinn, og var það næstum því - þriðja greiðsl- an fallin í gjalddaga. En mundi renna léttilega til Barranugli og gott betur og kasta mæðinni fyrir utan Northernhótelið. Lum hefði getað staðið daglangt og dáðst að tvílita fólksbílnum þeirra. Eða teygt úr sér inni í honum og látið puttana hnoða plasthold. Núna var það pallbíllinn í vinnuna. Rassbeinin bitu sig í borðin. Holdmikill handleggurinn á föður hans stóð út um gluggann, honum til viðurstyggðar. Og svo klöngruðust tvíburarnir út úr ryðguðum katlinum. Hinn skolhærði Gary - eða var það Barry? hafði dottið og fleiðrað sig á hnénu. „I guðanna bænum!" skrækti frú Whalley, og hristi hárið á sér, sem var líka skollitt. Frú Hogben horfði á eftir Whalleyfjölskyldunni. „í múrsteinshverfi, það hefði mér aldrei dottið í hug," sagði hún enn einu sinni við manninn sinn. „Allt hefur sinn tíma, Myrtle," svaraði bæjarfulltrúinn Hogben sem fyrr. „Auðvitað," sagði hún, „eíástæða er til." Því hún vissi að bæjarfulltrúar urðu að hafa ástæðu. „En þetta heimili! Og Customline!" Munnvatn biturleikans spratt fram. Það var Daise sem hafði sagt: Eg ætla að njóta lystisemda lífsins - og dó í þessu subbulega hreysi. Atti þá ekki annað en bómullarkjólinn sem hún var í. Myrtle átti aftur á móti lifrarlitt múrsteinshús - ekki einn einasti rakablettur í loftunum - hún átti þvottavél, rotþró, 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.