Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 31

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 31
„Oo, mamma! Hatturinn?" Gamli skólahatturinn. Hann hafði hlaupið strax í fyrra, en hún varð þó að gera sér hann að góðu. „Þú ert með hann þegar þú ferð í messu, ekki satt?" „En þetta er ekki messa!" „Svo gott sem. Auk þess á frænka þín það inni hjá þér," sagði frú Hogben, til að hafa betur. Meg fór eftir hattinum. Þær færu út í gegnum tárablómsrunnana, framhjá gifsstyttunni af smáálfunum sem frú Hogben hafði kennt barni sínu að hylja með plasti um leið og fór að rigna. Meg Hogben þoldi ekki að sjá þessa hallærislegu smáálfa, ekki einu sinni eftir að plastkeilurnar höfðu slökkt á þeim. Það var dapurlegt í bílnum, þau urðu dreymnari. Þegar hún sat þarna og horfði út um gluggann þvarr þröngum hattinum mátturinn til að auðmýkja. Sívökul augun, gráu augun undir dökkum toppnum, voru farin að leita fyrir sér á nýjan leik - hún sá aldrei nóg. Þau fóru framhjá húsinu þar sem frænka hennar hafði dáið, að þeirra sögn. Litla bleika húsið stóð skakkt og bjagað á milli drottningarblómanna og mátti sannarlega muna sinn fífil fegri. Kannski hafði það bara upp- litast í sterkri sólinni. Hvað morgnarnir voru bjartir þegar Daise frænka fór á milli beðanna, kjóllinn hennar þungur af dögg, og batt loðin blómin saman með basti, hvert handfyllið á fætur öðru. Röddin í frænku tær eins og morgunsár. Enginn, kallaði hún, getur sagt að þau virðist stíf þegar þau eru í þéttum knippum ha Meg hvað finnst þér þau minna á? En maður átti aldrei svör við spurningum fólks. Freðna flugelda, stakk Daise upp á. Meg fannst það skemmtileg hug- mynd, henni fannst Daise skemmtileg. Ekki gaddfreðnir samt, áræddi hún. Sólin baðaði blaut blómin og kom þeim á hreyfingu. Og ilmur blómanna fyllti dautt loftið í bílnum, og skall á Meg Hogben; ilmur úr iðandi blómkrónunum, kaldir stilkarnir sáldraðir bláu. Þá varð henni ljóst að einhvern tíma mundi hún semja ljóð um Daise frænku og drottningarblómin. Hún undraðist að sér skyldi ekki hafa dottið það í hug fyrr. I þeirri svipan var farið skelfing illa með farþegana, því bíllinn lenti á þvottabretti. Aldrei slíku vant láðist frú Hogben að ákalla vega- málastjóra. Hún var að velta því fyrir sér hvort Ossie væri í felum bakvið gluggatjöldin. Eða hvort, hvort. Hún fiskaði eftir hinum vasa- 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.