Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 33

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 33
Barry sagðist vilja sopa. Það mátti heyra reiðilegt soghljóð þegar varir móður hans slepptu stútnum. „Ég ætla ekki að standa aðgerðalaus og horfa á krakkana mína," sögðu blautu varirnar, „verða að bölvuðum ölkum!" Augun í henni voru með bláasta móti. Ef til vill þráði Whal Whalley konu sína stöðugt vegna þess að hann dáði hana. En Lummy hélt af stað einn síns liðs. Þegar mamma hans varð eins og snúið roð, og bölvaði, varð hann of meðvitaður um tannstubbana, þessar andstyggilegu brunarústir. Það var auðvitað annað ef maður bölvaði sjálfur. Stundum varð ekki hjá því komist. Núna sneiddi hann hjá því með því að laumast burt, milli gömlu rúmdýnanna og klossanna sem höfðu undist í sólinni. Hættur út um allt: opnar dósir sátu eins og ryðgaðar gildrur fyrir grandalausum ökklum, hálsar af brotnum flöskum gætu átt það til að veita svöðusár. Hann gætti því að sér, fæturnir drógust yfir flögur af lituðu asbestosi, krömdu brjóstkassann á plastdúkku. Hér og þar var að sjá sem ruslið væri að ná yfirhöndinni. Kjarrið hraktist undan áhlaupi málmanna ofan í gilið. En í ýmsum skúmaskotum var uppþot í algleymingi - fræ höfðu tekið sér bólfestu á fúnandi trjáklumpum og sessum brotinna stóla, gormar úr rúmum, læstir í vafninga sinaseigari vínviðar, höfðu mætt ofjarli sínum. Einhvers staðar á jaðri þessa blóðvallar hafði mennskur bandamaður kveikt eld áður en hann lagðist til hvílu, en nú hafði grasið nánast kæft eldinn og aðeins reykjarsvælan keppti við fnykinn sem fylgdi hægri rotnun, og var öllu ógeðfelldari. Lum Whalley gekk með reisn sem hann hafði aldrei vitað af sjálfur. Hann hafði svo að segja fengið sig fullsaddan af þessu ruslkjaftæði. Hann hefði viljað kynnast snyrtimennsku. Eins og hjá Darkie Black. Allt í röð og reglu frammi í flutningabílnum hjá Darkie. Skyndilega fór hann að svíða í hálsinn af því hann langaði svo til að hitta Darkie. Það var engu líkara en hendurnar á Darkie stjórnuðu heiminum öllum þar sem þær hvíldu á stýrinu. Nokkrir gaddavírsþræðir skildu öskuhaugana í Sarsaparilla frá kirkjugarðinum. Söfnuðirnir voru aðskildir líka, en þar varð maður að fara eftir nöfnunum, eða eftir englum og öðru sem hinir látnu aðhylltust. í reitnum sem líklega tilheyrði ensku kirkjunni var Alf 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.