Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 43

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 43
brennandi sandsteini, það var fórnargjöf sem enginn hafði búið þau undir. Allt að einu, þá biðu syrgjendurnir - þeim hafði verið kennt að sætta sig við það sem að höndum bæri - meðan hitinn slævði hugann enn frekar, og áströlsku fingurnir þrútnuðu í framandleg bjúgu. Myrtle Hogben varð fyrst til að veita mótspyrnu. Hún féll saman - í rangan vasaklút. Hver mun umbreyta óhreinum líkama vorum? Slík orð ofbuðu sómatilfinningu hennar. „Svona nú," hvíslaði maðurinn hennar og skaut fingri undir olnbogann á henni. Hún lét sér samúð hans lynda, rétt eins og hún hafði látið sér myrkari óskir hans lynda í sambúð þeirra. Fór ekki fram á annað en frið, og stöku hlunnindi. Frú Hogben var grönn kona og hélt nú áfram að gráta yfir öllu því sem gert hafði verið á hlut hennar. Því Daise hafði aðeins gert illt verra. Þótt hún skildi, já, stundum. Það voru stúlkur sem skildu í raun og veru, ekki einu sinni konur - systur, systur. Aður en atburð- irnir stíuðu þeim í sundur. Og Myrtle Morrow var aftur farin að ganga um aldingarðinn, og Daise Morrow lagði handlegginn um syst- ur sína; andrúmsloftið var þrungið játningu, í bland við gerjunarlykt af krömdum eplum. Myrtle sagði: Daise, eitt langar mig til að gera, mig langar til að troða sítrónu ofan í lúður hjá Hjálpræðishernum. Daise flissaði. Þú ert biluð, Myrt, sagði hún. En aldrei vond. Og Myrtle Hogben grét. Einu sinni, aðeins einu sinni datt henni í hug að gaman væri að hrinda einhverjum fram af kletti, og fylgjast með svipnum á honum um leið. En Myrtle hafði ekki gengist við því. Svo frú Hogben grét yfir því sem hún hafði ekki getað játað, yfir hverju því sem ef til vill væri í hennar valdi. Þegar mildari orð fóru að falla, Faðir vor, sem hún kunni utanbókar, vort daglegt brauð, hefði hún átt að róast. Hún hefði átt að róast. Hefði átt. En hvar var Meg? Frú Hogben fór afsíðis. Var stirð í hreyfingum. Ef einhverjir karlmannanna tóku eftir því, þá hafa þeir hugsað með sér að hún hefði bugast, eða þyrfti að létta á sér. Hún hefði viljað létta á sér með því að kalla: „Margrét Meg hvar í ósköpunum heyrirðu ekki í mér Me-ehg?" teygjandi á því í reiði sinni. 41

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.