Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 55
Wicknell fann ónýtta orkulind og hljóp að einu kameldýranna.
Hann rótaði í farangurshólfinu og kom til baka með lúkurnar fullar af
salti.
Wargoton og Lorrest héldu karlkvölinni meðan Wicknell tróð
saltinu upp í skeggjaðan munninn.
Það var eins og hann áttaði sig á fyrirætlunum þeirra, því hann
barðist ekki um. Þeir slepptu honum. Hann lá á hliðinni í mótmæla-
skyni meðan saltið beit sig í hálsinn. Hann kúgaðist, svo ákaflega að
hann dróst í keng. Lorrest steig fram, sparkaði í hann og benti til
sólar: „Vatn, og það strax," sagði hann rámur. Wicknell miðaði rifflin-
um á svertingjann. Munda staulaðist á fætur og hélt um hálsinn. Svo
lagði þessi óvenjulega hersing af stað.
Hvítu mennirnir þrír renndu niður síðasta vatnsdreitlinum. Þeir
vissu að svertinginn var þeirra eina lífsvon. Fórnarlamb þeirra var nú
ein tvö hundruð fet á undan þeim. Þeir létu hann fara fyrir. Einu sinni
þegar hann jók bilið hægði Wicknell á honum með því að skjóta upp í
loftið.
Þeir komu að leirkvos sem var á að giska mílufjórðungur í þver-
mál. Svertinginn skjögraði af stað yfir hana með mennina enn á eftir
sér. Við hinn enda kvosarinnar sveigði svertinginn skyndilega af leið.
Hann nam staðar, benti síðan til vinstri, að ávölum sandöldum sem
umkringdu leirkvosina.
Wargoton rumdi sigri hrósandi: „Við unnum, við unnum. Það er
vatn framundan." Þeir hlupu ákafir síðasta spölinn. Þeir sáu svert-
ingjann hlaupa í var undir sandöldinni. Wicknell nam staðar og hóf
riffilinn á loft. Wargoton kallaði á hlaupum: „Láttu hann eiga sig, við
höfðum okkar fram."
Mennirnir þrír fleygðu sér niður við lindina og svolgruðu í sig
moðvolgt vatnið og skvettu því framan í sig. Þeir lágu á hliðinni og
leyfðu kameldýrunum tveimur að slökkva þorstann.
Það var Wargoton sem fyrstur fann sverðsstungu sársaukans.
Síðan lagðist kvölin á Lorrest og því næst á Wicknell. Wargoton leit í
þrútin augu félaga sinna. Hann stundi: „Liles, þessi bannsetti Liles
hefur verið hérna á undan okkur. Hann er alltaf að reyna að útrýma
svertingjunum, það er búið að eitra lindina."
Munda horfði hlutlausum augum á atburðinn fyrir neðan sig.
Konan hans kom gangandi eftir sandhryggnum og bar vatnsker á
53