Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 57

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 57
Peter Carey Amerískir draumar Enn veit enginn hvernig við móðguðum hann. Dyer slátrari minnist þess að hafa einhverju sinni látið hann hafa ranga kjöttegund í misgripum og einhvern tíma tók hann óvart annan viðskiptavin fram fyrir hann. Þegar Dyer fær sér í glas minnist hann þess dags og bölvar sér fyrir glópskuna. En enginn trúir því í alvöru að Dyer hafi móðgað hann. Eitthvert okkar átti þó hlut að máli. Við smánuðum hann illilega með einum eða öðrum hætti, þennan smávaxna gæflynda mann sem gekk með umgjörðarlaus gleraugu, var alltaf snyrtilega klæddur og brosti alltaf svo vinalega til okkar. Ætli við höfum ekki álitið hann dálítið þunnan og stundum var hann svo fálátur og litlaus að við hunsuðum hann, létum sem hann væri ekki á meðal okkar. Þegar ég var strákur stal ég oftar en einu sinni eplum af trjánum við húsið hans uppi á Masonstíg. Hann sá oft til mín. Nei, það er ekki rétt. Við skulum segja að ég hafi oft orðið þess áskynja að hann sá til mín. Ég varð þess áskynja að hann gægðist út á milli blúnduglugga- tjaldanna heima hjá sér. Og ég var ekki einn um þessar gripdeildir. Við vorum mörg sem fórum eftir eplunum hans, ein eða nokkur saman, og vel má vera að hann hafi ákveðið að rukka fyrir öll þessi epli með sínum sérstaka hætti. Samt er ég viss um að þetta var ekki út af eplunum. Svo er mál með vexti að nú hefur rifjast upp fyrir okkur öllum, öllum átta hundruð, eitt og annað smávægilegt sem við gerðum á hlut herra Gleasons, sem einu sinni bjó hérna á meðal okkar. Faðir minn, sem aldrei hefur borið kala til nokkurrar lifandi veru, trúir því enn að Gleason hafi gengið gott eitt til, að honum hafi þótt 55

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.