Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 58

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 58
vænna um bæinn okkar en okkur hinum. Að mati föður míns höfðum við ekki rétta afstöðu til bæjarins okkar. Þessi litli dalur hafi ekki verið okkur öllu meira en áningarstaður. Á leiðinni annað. Jafnvel þau okkar sem hafi átt heima hérna árum saman hafi aldrei tekið bæinn alvarlega. Jú, vissulega sé fallegt hér um slóðir. Hæðirnar séu grænar og skógurinn þéttur. Lækurinn fullur af fiski. En þetta sé ekki draumastaðurinn okkar. Árum saman höfum við horft á myndirnar í Roxy og látið okkur dreyma, ef ekki um Ameríku, þá að minnsta kosti um höfuðborgina okkar. Við fyrirverðum okkur fyrir bæinn okkar, segir faðir minn. Við höfum farið illa með hann, eins og hóru. Við höfum fellt risatrén við aðalgötuna til að smíða hurðir í skólahúsið og bekki á fótboltavöllinn. Við höfum skilið eftir djúpa skurði á víð og dreif um nágrennið, tekið þaðan brúnkol og ekki látið neitt í staðinn. Þeir bera meiri umhyggju fyrir okkur en við sjálf, sölumennirnir sem kaupa fisk og franskar hjá Georg gríska, af því okkur dreymir öll um stórborgina, um ríkidæmi, um nútímaleg híbýli, um stórar bif- reiðar. Ameríska drauma, kallar faðir minn þá. Þó að faðir minn ræki bensínstöð var hann jafnframt uppfinninga- maður. Hann sat dægrin löng á skrifstofunni sinni og teiknaði hin undarlegustu tæki aftan á afgreiðsluseðlana. Sérhvert afgangsblað í húsinu var þakið þessum uppdráttum og móðir mín fór ævinlega varlega í að henda pappírsbleðlum og geymdi þá ef hún fann svo mikið sem blýantsstrik á þeim. Ég held það hafi verið af þessum sökum sem föður mínum fannst hann skilja Gleason. Hann hafði aldrei orð á því, en ímyndaði sér að hann skildi Gleason af því þeir væru að fást við sambærileg úr- lausnarefni. Faðir minn vann að hönnun stórrar mulningsvélar, en fékk stundum leiða á því og sneri sér heilshugar að öðru. Það var til dæmis þegar Dyer slátrari keypti sér gírahjól. Þá talaði faðir minn ekki um annað en gíra í nokkurn tíma. Ósjaldan sá ég hann sitja á hækjum sér handan götunnar, við hliðina á reiðhjólinu hans Dyers, eins og hann væri að tala við það. Við hjóluðum um allt því við höfðum ekki ráð á öðrum farkosti. Reyndar átti faðir minn gamlan pallbíl af Chevroletgerð, en hreyfði hann sjaldan og eftir á að hyggja þykir mér sem einhver illvið- 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.