Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 59

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 59
ráðanleg vélarbilun gæti hafa valdið, nema faðir minn hafi verið að spara hann svo hann entist lengur. Vanalega fór faðir minn allra sinna ferða á reiðhjólinu og þegar ég var yngri reiddi hann mig á grindinni. Stigum við jafnan báðir af því og gengum upp brekkurnar sem lágu að bænum. Það var alvanalegt að sjá fólk leiða reiðhjól um bæinn. Þau voru ekki síður byrði en farartæki. Gleason átti líka reiðhjól og í matartímum hjólaði hann á því eða leiddi það heim af sýsluskrifstofunum að timburhúsinu sínu úti á Masonstíg. Þetta var þriggja mílna leið og sagt var að hann færi heim í hádegismat vegna þess að hann væri matvandur og vildi hvorki borða samlokur konu sinnar né heitu réttina á kaffihúsinu hjá frú Lessing. En meðan Gleason steig hjólið sitt eða leiddi í og úr vinnu gekk lífið sinn vanagang í bænum okkar. Það var ekki fyrr en hann fór á eftirlaun að dró til tíðinda. Því það var þá sem herra Gleason lét hlaða múra umhverfis tveggja ekra lóð uppi á Nöktuhæð. Hann keypti þetta land of dýru verði. Johnny Weeks seldi honum það og ég er viss um að hann heldur nú að allt uppnámið hafi verið sér að kenna, í fyrsta lagi af því hann hafi hlunnfarið Gleason, í öðru lagi af því hann hafi selt honum landið. En Gleason réð til sín nokkra Kínverja og hófst handa við að reisa múr- ana. Það var þá sem við gerðum okkur ljóst að við höfðum móðgað hann. Faðir minn hjólaði alla leið upp á Nöktuhæð og reyndi að telja Gleason hughvarf. Hann sagði óþarfa fyrir okkur að reisa múra. Enginn hefði í hyggju að njósna um herra Gleason eða það sem hann ætlaðist fyrir á Nöktuhæð. Það hefði enginn minnsta áhuga á herra Gleason. Herra Gleason, sem var í snotrum nýjum sportjakka, fægði gleraugun sín og brosti dauft þar sem hann horfði niður á tærnar. Á leiðinni til baka fannst föður mínum að hann hefði gengið of langt. Auðvitað höfðum við áhuga á herra Gleason. Hann sneri við aftur og bauð honum á dansleik sem halda átti föstudaginn eftir, en herra Gleason sagðist ekki dansa. „Jæja þá," sagði faðir minn, „líttu inn hvenær sem er." Herra Gleason sneri sér aftur að því að segja kínversku verka- mönnunum til við hleðslu múrsins. Naktahæð gnæfði yfir bæinn og frá litlu bensínstöðinni hans föður 57

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.