Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 59

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 59
ráðanleg vélarbilun gæti hafa valdið, nema faðir minn hafi verið að spara hann svo hann entist lengur. Vanalega fór faðir minn allra sinna ferða á reiðhjólinu og þegar ég var yngri reiddi hann mig á grindinni. Stigum við jafnan báðir af því og gengum upp brekkurnar sem lágu að bænum. Það var alvanalegt að sjá fólk leiða reiðhjól um bæinn. Þau voru ekki síður byrði en farartæki. Gleason átti líka reiðhjól og í matartímum hjólaði hann á því eða leiddi það heim af sýsluskrifstofunum að timburhúsinu sínu úti á Masonstíg. Þetta var þriggja mílna leið og sagt var að hann færi heim í hádegismat vegna þess að hann væri matvandur og vildi hvorki borða samlokur konu sinnar né heitu réttina á kaffihúsinu hjá frú Lessing. En meðan Gleason steig hjólið sitt eða leiddi í og úr vinnu gekk lífið sinn vanagang í bænum okkar. Það var ekki fyrr en hann fór á eftirlaun að dró til tíðinda. Því það var þá sem herra Gleason lét hlaða múra umhverfis tveggja ekra lóð uppi á Nöktuhæð. Hann keypti þetta land of dýru verði. Johnny Weeks seldi honum það og ég er viss um að hann heldur nú að allt uppnámið hafi verið sér að kenna, í fyrsta lagi af því hann hafi hlunnfarið Gleason, í öðru lagi af því hann hafi selt honum landið. En Gleason réð til sín nokkra Kínverja og hófst handa við að reisa múr- ana. Það var þá sem við gerðum okkur ljóst að við höfðum móðgað hann. Faðir minn hjólaði alla leið upp á Nöktuhæð og reyndi að telja Gleason hughvarf. Hann sagði óþarfa fyrir okkur að reisa múra. Enginn hefði í hyggju að njósna um herra Gleason eða það sem hann ætlaðist fyrir á Nöktuhæð. Það hefði enginn minnsta áhuga á herra Gleason. Herra Gleason, sem var í snotrum nýjum sportjakka, fægði gleraugun sín og brosti dauft þar sem hann horfði niður á tærnar. Á leiðinni til baka fannst föður mínum að hann hefði gengið of langt. Auðvitað höfðum við áhuga á herra Gleason. Hann sneri við aftur og bauð honum á dansleik sem halda átti föstudaginn eftir, en herra Gleason sagðist ekki dansa. „Jæja þá," sagði faðir minn, „líttu inn hvenær sem er." Herra Gleason sneri sér aftur að því að segja kínversku verka- mönnunum til við hleðslu múrsins. Naktahæð gnæfði yfir bæinn og frá litlu bensínstöðinni hans föður 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.