Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 60

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 60
míns mátti sjá múrana rísa. Það var merkileg sjón. Ég fylgdist með verkinu í tvö ár meðan ég beið eftir viðskiptavinum sem sjaldan létu sjá sig. Eftir skóla og á laugardögum hafði ég ekkert annað að gera en að fylgjast með stritinu við múrana hans Gleasons. Það var álíka sársaukafullt og tif klukkunnar. Stundum sá ég kínversku verka- mennina hlaupa við fót berandi múrsteina á löngum plönkum. Hæð- in var auð og á þessari auðn var herra Gleason af einhverjum ástæðum að reisa múra. I fyrstu fannst fólki einkennilegt að svo miklir múrar skyldu reistir á Nöktuhæð. Það eina sem Naktahæð hafði til síns ágætis var útsýnið yfir bæinn, og herra Gleason var að byggja múra sem byrgðu fyrir það útsýni. Efsta jarðvegslagið var þunnt og sums staðar skein í bera mölina. Það skyti engin planta rótum þarna. Fólk gerði því skóna að Gleason hefði hreinlega gengið af vitinu og eftir fyrsta undrunarkastið sætti það sig við vitfirringu hans eins og það sætti sig við múrana hans og eins og það sætti sig við Nöktuhæð sjálfa. Oðru hverju forvitnaðist einhver af viðskiptavinum föður míns um múrana og faðir minn yppti öxlum og þá sá ég enn og aftur hve undarlegt þetta var. „Hús?" spurði aðkomumaðurinn. „Uppi á þessari hæð?" „Nei," svaraði faðir minn þá, „það er náungi sem heitir Gleason að hlaða múra þar." Og þá vildu aðkomumennirnir vita hvers vegna, en faðir minn yppti öxlum og leit enn einu sinni upp á Nöktuhæð. „Það má fjand- inn vita," sagði hann. Gleason bjó áfram í gamla húsinu sínu við Masonstíg. Þetta var látlaust timburhús með rósagarði fyrir framan, grænmetisgarði með- fram og trjálundi bakatil. A kvöldin hjóluðum við krakkarnir stundum upp á Nöktuhæð. Það var hið mesta puð og reyndi á vöðvana. Erfiðasti hluti leiðarinnar var brött, ómalbikuð brekka sem við leiddum hjólin upp, lungun sog- andi til sín kvöldloftið. Þegar við komum á staðinn fundum við ekkert annað en múra. Einu sinni brutum við svolítið úr múrunum og í annað skipti köstuðum við steinum í tjöldin sem kínversku verka- mennirnir héldu til í. Þannig fengum við útrás fyrir þá skapraun sem við höfðum af þessu furðufyrirbæri. 58

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.