Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 63

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 63
Og svo bar það til tíðinda tæpum mánuði eftir að Gleason var jarð- aður í einmanalegum kirkjugarðinum við Parwanjárnbrautarstöðina að kínversku verkamennirnir sneru aftur. Við sáum hvar þeir leiddu hjólin sín upp hæðina. Eg stóð ásamt föður mínum og Phonsey Joy og velti fyrir mér hvað um væri að vera. Og svo sá ég frú Gleason paufast upp hæðina. Ég ætlaði ekki að þekkja hana, því hún var ekki með kerruna sína. Hún var með svarta regnhlíf og gekk hægt upp Nöktuhæð og það var ekki fyrr en hún nam staðar til að kasta mæðinni og hallaði sér fram að ég áttaði mig á að þetta var hún. „Þetta er frú Gleason," sagði ég, „með Kínverjunum." En það var ekki fyrr en morguninn eftir sem í ljós kom hvað til stóð. Fólk raðaði sér eftir aðalgötunni eins og þegar fjölmenn jarðarför fer fram, en í stað þess að mæna í áttina að horninu á Grantstræti horfðu allir upp á Nöktuhæð. Þann dag allan og daginn eftir líka kom fólk saman til að fylgjast með því þegar múrveggirnir voru brotnir niður. Fólkið sá að kín- versku verkamennirnir voru á þönum, en það var ekki fyrr en þeir brutu niður stóran hluta múrveggjarins bæjarmegin að ljóst varð að það var í raun og veru eitthvað fyrir innan. Það var ógerlegt að sjá hvað það var, en eitthvað var það. Fólk stóð og velti vöngum og benti hvert öðru á frú Gleason þar sem hún gekk um og stjórnaði verkinu. Og loks héldu allir bæjarbúar upp á Nöktuhæð, einir sér eða í hópum, á hjólum eða fótgangandi. Dyer lokaði kjötbúðinni sinni og faðir minn tók út Lettann og um síðir vorum við komnir upp á Nöktuhæð með tuttugu manns um borð. Fólk tróð sér á pallinn og hékk á skjólborðunum og faðir minn stýrði bílnum einbeittur milli allra reiðhjólanna og lagði þar sem malarvegurinn var brattastur. Við þrömmuðum lokasprettinn, alveg grunlaus um hvað fyrir augu bæri þegar við kæmum upp. Uppi var allt með kyrrum kjörum. Kínversku verkamennirnir unnu hörðum höndum að því að fjarlægja þriðja og fjórða múrvegg- inn, hreinsa múrsteinana og stafla þeim í snyrtilega hrauka. Frú Glea- son sagði ekkert. Hún stóð í síðasta horni múrsins og horfði ögrandi á bæjarbúa, en þeir stóðu opinmynntir þar sem annað horn hafði verið. Og milli okkar og frú Gleason stóð það allrafegursta sem ég hafði 61

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.