Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 63

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 63
Og svo bar það til tíðinda tæpum mánuði eftir að Gleason var jarð- aður í einmanalegum kirkjugarðinum við Parwanjárnbrautarstöðina að kínversku verkamennirnir sneru aftur. Við sáum hvar þeir leiddu hjólin sín upp hæðina. Eg stóð ásamt föður mínum og Phonsey Joy og velti fyrir mér hvað um væri að vera. Og svo sá ég frú Gleason paufast upp hæðina. Ég ætlaði ekki að þekkja hana, því hún var ekki með kerruna sína. Hún var með svarta regnhlíf og gekk hægt upp Nöktuhæð og það var ekki fyrr en hún nam staðar til að kasta mæðinni og hallaði sér fram að ég áttaði mig á að þetta var hún. „Þetta er frú Gleason," sagði ég, „með Kínverjunum." En það var ekki fyrr en morguninn eftir sem í ljós kom hvað til stóð. Fólk raðaði sér eftir aðalgötunni eins og þegar fjölmenn jarðarför fer fram, en í stað þess að mæna í áttina að horninu á Grantstræti horfðu allir upp á Nöktuhæð. Þann dag allan og daginn eftir líka kom fólk saman til að fylgjast með því þegar múrveggirnir voru brotnir niður. Fólkið sá að kín- versku verkamennirnir voru á þönum, en það var ekki fyrr en þeir brutu niður stóran hluta múrveggjarins bæjarmegin að ljóst varð að það var í raun og veru eitthvað fyrir innan. Það var ógerlegt að sjá hvað það var, en eitthvað var það. Fólk stóð og velti vöngum og benti hvert öðru á frú Gleason þar sem hún gekk um og stjórnaði verkinu. Og loks héldu allir bæjarbúar upp á Nöktuhæð, einir sér eða í hópum, á hjólum eða fótgangandi. Dyer lokaði kjötbúðinni sinni og faðir minn tók út Lettann og um síðir vorum við komnir upp á Nöktuhæð með tuttugu manns um borð. Fólk tróð sér á pallinn og hékk á skjólborðunum og faðir minn stýrði bílnum einbeittur milli allra reiðhjólanna og lagði þar sem malarvegurinn var brattastur. Við þrömmuðum lokasprettinn, alveg grunlaus um hvað fyrir augu bæri þegar við kæmum upp. Uppi var allt með kyrrum kjörum. Kínversku verkamennirnir unnu hörðum höndum að því að fjarlægja þriðja og fjórða múrvegg- inn, hreinsa múrsteinana og stafla þeim í snyrtilega hrauka. Frú Glea- son sagði ekkert. Hún stóð í síðasta horni múrsins og horfði ögrandi á bæjarbúa, en þeir stóðu opinmynntir þar sem annað horn hafði verið. Og milli okkar og frú Gleason stóð það allrafegursta sem ég hafði 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.