Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 66

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 66
þar eð það bryti í bága við byggingarsamþykkt. Það var ólán að þessari tilskipun skyldi ekki framfylgt áður en borgarblöðin komust í málið. Innan sólarhrings hafði ríkisstjórnin látið það til sín taka. Það átti að varðveita líkanið af bænum og íbúunum. Ferða- málaráðherrann mætti á stórum svörtum bíl og hélt ræðu yfir okkur á íþróttaleikvangnum. Við sátum á háum áhorfendapöllunum og borð- uðum kartöfluflögur meðan hann stóð við girðinguna og talaði til okkar. Við heyrðum ekki vel í honum, en nóg samt. Hann kallaði bæjarlíkanið listaverk og við mændum þungbúin á hann. Hann sagði að það mundi laða aragrúa ferðamanna að. Hann sagði að ferðamenn mundu koma hvaðanæva að til að skoða líkanið. Við yrðum fræg. Viðskiptin mundu blómstra hjá okkur. Það mundu skapast störf fyrir leiðsögumenn og túlka og verði og leigubílstjóra og fólk sem seldi gosdrykki og rjómaís. Ameríkumenn koma, sagði hann. Þeir koma til bæjarins okkar í rútum og á einkabílum og með lestinni. Þeir munu taka ljósmyndir og vera með seðlaveski úttroðin af dölum. Bandaríkjadölum. Við litum tortryggin á ráðherrann, veltum fyrir okkur hvort honum væri kunnugt um frú Cavanagh. Hann hlýtur að hafa séð svipinn á okkur því hann lét þess getið að umdeild fyrirbæri yrðu fjarlægð, hefðu þegar verið fjarlægð. Við ókum okkur í sætunum, eins og mað- ur gerir þegar sérstaklega spennandi kafli í kvikmynd hefur náð há- marki, og síðan slöppuðum við af og hlustuðum á það sem ráð- herrann hafði að segja. Og enn á ný fór okkur að dreyma amerísku draumana okkar. Við sáum stóru fínu bílana okkar bruna gegnum borgir sveipaðar skærum ljósum. Við fórum inn á dýra næturklúbba og dönsuðum fram undir morgun. Við nutum ásta með konum á borð við Kim Novak og körlum á borð við Rock Hudson. Við drukkum kokteila. Við horfðum letilega inn í ísskápa fulla af matvælum og útbjuggum okkur ríkulegt miðnætursnarl sem við borðuðum meðan við horfðum á stærðar sjónvörp þar sem sjá mátti amerískar myndir frítt um alla eilífð. Eins og persóna úr amerísku draumunum okkar steig ráðherrann aftur upp í stóra svarta bílinn sinn og ók hægt út af yfirlætislausum íþróttaleikvangnum okkar, og svo bar blaðamennina að garði og þeir 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.