Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 67

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 67
fóru um allt með myndavélar og blokkir. Þeir tóku ljósmyndir af okkur og af líkaninu uppi á Nöktuhæð. Og daginn eftir vorum við í öllum blöðum. Ljósmyndirnar af styttunum við hliðina á myndum af fyrirmyndunum. Og nöfnin okkar og aldur og hvað við gerðum, allt stóð það þarna svart á hvítu. Þeir tóku viðtal við frú Gleason en hún sagði ekkert markvert. Hún sagði að maðurinn sinn hefði smíðað bæjarlíkanið í tómstundum sínum. Nú leið okkur vel. Það var mjög ánægjulegt að fá mynd af sér í blöðunum. Og einu sinni enn skiptum við um skoðun á Gleason. Bæjarstjórnin hélt annan fund og nefndi nialarveginn upp á Nöktu- hæð „Gleasontröð". Síðan fórum við öll heim og biðum eftir Kön- unum sem okkur hafði verið lofað. Það leið ekki á löngu þangað til þeir birtust, þó að meðan við biðum virtist það heil eilífð, og í sex langa mánuði gerðum við ekkert annað en að bíða eftir Ameríkönunum. Ja, þeir komu. Og ég skal segja ykkur hvernig þessu er öllu háttað hjá okkur. Kanarnir koma á hverjum degi í rútum og fólksbílum og stundum koma þeir yngri með lestinni. Það er kominn lítill flugvöllur úti við Parwankirkjugarðinn og þeir koma einnig fljúgandi, á litlum flugvélum. Phonsey Joy ekur þeim í kirkjugarðinn þar sem þeir líta á gröf Gleasons og síðan fer hann með þá upp á Nöktuhæð og því næst niður í bæ. Hann hefur hagnast vel á þessu öllu. Það er gott að sjá einhvern hagnast á þessu. Phonsey er að verða mikils metinn borgari og er kominn í bæjarstjórn. Á Nöktuhæð eru einir sex sjónaukar sem Kanarnir geta horft í og njósnað um bæinn og fengið staðfestingu á því að þetta sé sami bærinn og uppi á Nöktuhæð. Herb Gravney selur þeim rjómaís og gosdrykki og fleiri filmur í myndavélarnar. Hann hefur líka gert það gott. Hann keypti líkanið af frú Gleason og tekur fimm bandaríkjadali í aðgangseyri. Herb er líka kominn í bæjarstjórn. Hann hefur það mjög gott. Hann selur þeim filmurnar svo þeir geti tekið ljósmyndir af húsunum og styttunum og farið síðan niður í bæ með sérútbúin kort til að leita að fyrirmyndunum. Satt að segja eru flest okkar orðin frekar leið á þessum leik. Þeir 65

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.