Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 67

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 67
fóru um allt með myndavélar og blokkir. Þeir tóku ljósmyndir af okkur og af líkaninu uppi á Nöktuhæð. Og daginn eftir vorum við í öllum blöðum. Ljósmyndirnar af styttunum við hliðina á myndum af fyrirmyndunum. Og nöfnin okkar og aldur og hvað við gerðum, allt stóð það þarna svart á hvítu. Þeir tóku viðtal við frú Gleason en hún sagði ekkert markvert. Hún sagði að maðurinn sinn hefði smíðað bæjarlíkanið í tómstundum sínum. Nú leið okkur vel. Það var mjög ánægjulegt að fá mynd af sér í blöðunum. Og einu sinni enn skiptum við um skoðun á Gleason. Bæjarstjórnin hélt annan fund og nefndi nialarveginn upp á Nöktu- hæð „Gleasontröð". Síðan fórum við öll heim og biðum eftir Kön- unum sem okkur hafði verið lofað. Það leið ekki á löngu þangað til þeir birtust, þó að meðan við biðum virtist það heil eilífð, og í sex langa mánuði gerðum við ekkert annað en að bíða eftir Ameríkönunum. Ja, þeir komu. Og ég skal segja ykkur hvernig þessu er öllu háttað hjá okkur. Kanarnir koma á hverjum degi í rútum og fólksbílum og stundum koma þeir yngri með lestinni. Það er kominn lítill flugvöllur úti við Parwankirkjugarðinn og þeir koma einnig fljúgandi, á litlum flugvélum. Phonsey Joy ekur þeim í kirkjugarðinn þar sem þeir líta á gröf Gleasons og síðan fer hann með þá upp á Nöktuhæð og því næst niður í bæ. Hann hefur hagnast vel á þessu öllu. Það er gott að sjá einhvern hagnast á þessu. Phonsey er að verða mikils metinn borgari og er kominn í bæjarstjórn. Á Nöktuhæð eru einir sex sjónaukar sem Kanarnir geta horft í og njósnað um bæinn og fengið staðfestingu á því að þetta sé sami bærinn og uppi á Nöktuhæð. Herb Gravney selur þeim rjómaís og gosdrykki og fleiri filmur í myndavélarnar. Hann hefur líka gert það gott. Hann keypti líkanið af frú Gleason og tekur fimm bandaríkjadali í aðgangseyri. Herb er líka kominn í bæjarstjórn. Hann hefur það mjög gott. Hann selur þeim filmurnar svo þeir geti tekið ljósmyndir af húsunum og styttunum og farið síðan niður í bæ með sérútbúin kort til að leita að fyrirmyndunum. Satt að segja eru flest okkar orðin frekar leið á þessum leik. Þeir 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.