Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 72

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 72
hjón, grá fyrir hærum, sitja fálát út um allt, handleggirnir krosslagðir. Fjórar litlar svertingjastelpur með fléttur og borða á rákóttu höfðinu brosa skörðum tanngörðum. Það er ein hvít kona á svæðinu, feitlagin og grett. Þvottavélarnar eru allar í notkun. Það sem verra er, smápen- ingarnir í vasa hennar reynast ekki vera tuttugu og fimm senta mynt- ir heldur ástralskar myntir, gagnslausar. Eini bandaríski gjaldeyririnn í fórum hennar eru tveir dollaraseðlar. í einum veggnum er lúga þar sem hægt er að fá skipt og bjalla við hliðina. Lúgan opnast, man hún, inn í bakherbergi á barnum; en það lætur enginn sjá sig þegar hún hringir. Sökum feimni áræðir hún ekki að ganga á viðstadda og biðja þá að skipta og hraðar sér yfir á barinn í staðinn. I dimmu herberginu sem hún skjögrar inn í, hrakin af vindinum, mætir hún sínu eigin andliti í speglum, fljótandi á milli lampa. Augum er skotið á hana úr reykmettuðum básum, þau stara. Hún bíður, þuklandi dollara- seðlana, en enginn birtist fyrir innan barinn. Hún læðist út aftur. Vindurinn ýtir henni inn í þvottahúsið. í þetta sinn heldur hún áfram að ýta á bjölluna þangað til hún heyrir orgað: „Fjandinn sjálfur," og lúgunni er svipt upp og þar er fýldi frinn með gráa hattinn, sá sami og vanalega. „Góðan dagV' Röddin er fullbjört. „Ég hélt þú værir ekki við!" Hún réttir honum dollarana tvo. „Alltaf við." Hann sló öskuna af sígarettunni. „Stórleikur í sjón- varpinu." Það kveður við gnýr úr tækinu og hann tekur viðbragð, hendir í hana myntunum átta og skellir aftur lúgunni. Hún hefur heppnina með sér. Það er nýbúið að tæma eina þvotta- vélina og enginn hefur gert tilkall til hennar. Rjóð í kinnum potar hún fötunum sínum inn í hana. Þegar hún er búin að setja vélina af stað sest hún á stól skammt frá með ruslapokann, leitar að skrifblokkinni sinni í honum og pennanum. Hún notar alltaf tímann til að skrifa í þvottahúsinu. Henni er illa við að ónáða hann, krotar hún á nýja síðu, en stundum neyðist hún til pess, vegna þess að inngangurinn í íbiíðina hans liggur um vinnuherbergið. Hliðardyr opnast sem snöggvast inn í lagskiptan reykmökkinn á barnum. Ungur svertingi, mikill um sig, enda í fóðruðum jakka, slangrar út og æðir rétt að segja yfir hana, stendur þar valtur. Hann er 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.