Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 78

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Síða 78
„Hvar hafiði verið? Þið eigið að sjá um að allt fari vel fram hér!" kveinar hún og gamli maðurinn sussar á hana. Ungi maðurinn er á hnjánum, hristir hrokkinn kollinn með báðum höndum. Hún rífur upp glerdyrnar út á dimmt strætið, skelfing vandræða- leg gagnvart þeim sem til sjá. Það eltir hana maður, það er annar Púertó Ríkananna. „Vertu alveg róleg. Ég skal fylgja þér heim," segir hann, og sveiflar pokanum hennar yfir öxlina. „Æ, þakka þér fyrir! En konan þín er þarna inni ennþá." „Bróðir minn er hjá henni." Hann tekur undir handlegginn á henni og dregur hana nánast af stað. „Hann var svo drukkinn," segir hún. „Af hverju lét hann svona. Af hverju réðst hann á mig, á ég við?" Fíngert svart hár hans blaktir í vindinum. „Þú brást ekki rétt við," segir hann. „Hvað er réttV' „Veistu það ekki. Það sáu það allir. Allt sem þú gerðir, þú gerðir gaurinn óðan, skilurðu?" Þau eru komin nógu langt í burtu til að hætta á að líta við. Hann stendur úti á götu, líkaminn reigður, þar sem hann öskrar á þrjá hvíta karlmenn - gamli írinn með hattinn hefur gengið til liðs við hina tvo og þeir meina honum aðgang að þvottahúsinu. Það er ekki laust við langlundargeð, jafnvel samviskubit, í fasi þeirra. „Þeir láta hann í friði, er það ekki?" spyr hún. Hann kinkar kolli. „Þeir virðast þekkja hann." Hann hefur fylgt henni alla leið heim- að horni áður en hún getur sannfært hann, með ómældum þökkum, um að sér sé óhætt. Hann stendur vörð í rokinu, brosir þvinguðu brosi í hvert skipti sem hún snýr sér við til að brosa og veifa. Vindurinn strýkir hana eftir götunni. I vestri tæjast skýin, hleypa ljósglætu í gegn, en bláhvítt mjólkurskin götuljósanna er þegar farið að flökta innan um gyllt laufskrúð álm- trjánna sem tuskast í rokinu. A girðingunni hjá þeim situr íkorni og festir blakkt óvildarauga á henni. Hann snýst snöggt á hæli og réttir úr sér, loppurnar kross- lagðar og viprur á trýninu, þar til hann skýst fyrirvaralaust burt, stansar einu sinni og lítur við, og silfurskotið skottið eltir hann upp í álmtré. Það er kveikt á lampanum hjá honum - það eru hvergi gluggatjöld 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.