Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 81

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 81
Helen Garner Listamannslíf Við fórum saman vinkonurnar út í kirkjugarð að viðra hundinn. Þetta var að haustlagi í Melbourne: ljúf gola, milt loft, blítt sólskin. Hundurinn skondraði á undan okkur á milli grafanna. Ég var með skæri í vasanum ef við skyldum finna rósarunna á vanræktu leiði. „Ég er ekkert fyrir rósir," sagði vinkona mín. „Ég get ekki fyrirgefið þeim að hafa þyrna." Hundurinn fór inn í bergfléttubeð og stillti sér þar upp. Við sprönguðum framhjá minnismerkinu um Elvis Presley. „Hvað viltu láta skrifa á legsteininn þinn," spurði vinkona mín, „sem virðingarvott?" Ég var lengi að hugsa mig um. Loks sagði ég: „Hún átti tvö hundruð pör afskóm." Þegar við vorum búnar að jafna okkur benti vinkona mín á legstein með áletruninni: Hún lifði eingöngu fyrir aðra. „Veslings manneskjan," sagði vinkona mín. „Á minn legstein vil ég að þú látir skrifa: Hún lifði eingöngu fyrir sjálfa sig." Við skjögruðum yfir uppgróna stígana. * Við höfðum verið vinkonur í tuttugu ár, en aldrei búið undir sama þaki. Hún flutti alveg mátulega heim frá Evrópu til að taka við herbergi í húsinu sem ég hafði á leigu. Það losnaði vegna þess að maðurinn - en það er önnur saga. 79

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.