Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 82

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 82
Sumar af lífsskoðunum vinkonu minnar hef ég alltaf talið létt- gcggjciðm', þó að ég hafi ekki haft hátt um það. Stundum hef ég hugsað með mér: „Vinkona mín er það sem einu sinni var kallað „skýja- glópur"." Hún trúir á endurholdgun - ekki svo að skilja að ég geti ekki umborið það í sjálfu sér. Hún átti til að senda mér löng bréf úr hinum og þessum heimshornum, skrifuð með þessari fallegu, þokka- fullu og mikilúðlegu rithendi sinni, full af sögum úr þessum fágætu lífum hennar, sögum sem áttu að skýra persónuleika hennar og hegðun í núverandi holdgun. Augun óðu eftir línunum, ég fór svo hjá mér. * Vinkona mín er málari. * Þegar ég kynntist vinkonu minni var hún trúlofuð. Hún var þá með gamlan safírhring á hendi og ítalska skó á fótum. Þegar ég sá hana næst, í Myersversluninni, var hönd hennar ber. Ég spurði aldrei út í það. Við vorum háskólanemar þá. Við fórum á dansleiki á stað einum í Suður Jarra. Strákarnir í hljómsveitinni voru háskólanemar líka. Okkur leist vel á þá, en vorum orðnar tuttugu og tveggja og fannst við vera nokkuð við aldur, þegar farnar að missa töfrana, orðnar hálfgerð rándýr. Við vorurn að lesa The Roman Spring of Mrs Stone. Þetta var árið 1965; áður en kvennabaráttan hófst. * Vinkona mín hélt á töskunni sinni þegar hún kom úr flugvélinni. „Hefurðu tekið eftir því," sagði hún, „að ástralskir karlmenn klæða sig eins og litlir strákar, jafnvel þó að þeir séu komnir á fimmtugsaldur? Þeir eru í stuttbuxum og strandskóm og þröngum röndóttum bolum." * 80

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.