Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 83

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 83
Það lá alltaf sofandi köttur undir runna í bakgarðinum þegar við opnuðum útidyrnar á morgnana. Við tókum hann að okkur vin- konurnar. Við rifumst um það í hvorri kjöltunni hann ætti að liggja meðan við horfðum á sjónvarpið. * Vinkona mín er laglaus. En einu sinni söng hún „Blue Moon", viðlag og vers, talaði það öllu heldur laglausri röddu úr aftursæti bíls á leið upp Punt Road og niður aftur og yfir ána, á leiðinni norðurúr; og kærði sig kollótta. * Á námsárunum bjó vinkona mín í húsi skammt frá háskólanum. Rúmið hennar var undir glugganum í framherberginu niðri. Dag einn kom faðir hennar í heimsókn. Hann barði að dyrum. Það birtist enginn svo hann kíkti inn um gluggann. Sú sjón sem við honum blasti varð til þess að hann hrökklaðist öfugur burt. Það var nokkurs konar hjartaáfall, sagði vinkona mín. Vinkona mín fór vanalega í gönguferð um nágrennið á daginn. Hún kom til baka með fangið fullt af grösum. Hún fann vasa í rykföllnum skápunum. Skreytingarnar sem hún gerði úr laufunum voru stílhreinar og nosturslegar. * Áður en við festum ráð okkar fór ég heim til vinkonu minnar og hjálpaði henni að mála baðherbergið. Málningin var appelsínugul og svo var einnig bómullarkjóllinn sem ég var í. Hún hló, því það eina sem hún sá af mér þegar ég stóð í baðherberginu voru útlimirnir og höfuðið. Þegar það var orðið dimmt tylltum við okkur við eldhús- 81

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.