Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 84

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 84
borðið og hún rúllaði sér jónas. Það var fyrsta dópið sem ég sá og reykti. Ég óttaðist að leynilögreglumanni yrði litið inn um eldhús- gluggann. Ég skildi ekki af hverju vinkona mín dró ekki fyrir. Við gengum upp til Genevieve í hlýju náttmyrkrinu og borðuðum tvær skálar af spaghettí. Mér fannst ég finna fyrir hverjum þræði. Vinkona mín var stödd í fjarlægu landi þegar faðir hennar dó. „Núna veit ég," sagði hún við mig, „hvað sorg er." „Og hvað er hún?" spurði ég. „Stundum," sagði vinkona mín, „er hún það sem maður býst við. Og stundum er hún ekki annað en geðvonska." Þegar faðir vinkonu minnar dó voru fjármál hans ekki í reiðu. Hann var slyppur. Vinkona mín var fyrsta manneskjan sem ég sá brjóta þá megin- reglu að klæðast ekki röndóttum fötum við rósótt. Hún stóð á tröpp- um kapellunnar og hélt svartri regnhlíf yfir höfði sér. Þetta var á sjöunda áratugnum. * Vinkona mín sneri aftur frá Evrópu og fann sér vinnu. Þá daga sem hún var ekki að mála leikmyndir fyrir borgun hélt hún á köldu og skítugu vinnustofuna sína í miðborginni og málaði fyrir hitt, hvað sem það var. Hún gekk í ódýrum skóm og batt hárið í hnút í hnakkann. * Á námsárunum passaði vinkona mín hjá þekktri konu á fimmtugsaldri sem vann á kvöldin. „Hvernig er hún?" spurði ég. 82

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.