Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 84

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Blaðsíða 84
borðið og hún rúllaði sér jónas. Það var fyrsta dópið sem ég sá og reykti. Ég óttaðist að leynilögreglumanni yrði litið inn um eldhús- gluggann. Ég skildi ekki af hverju vinkona mín dró ekki fyrir. Við gengum upp til Genevieve í hlýju náttmyrkrinu og borðuðum tvær skálar af spaghettí. Mér fannst ég finna fyrir hverjum þræði. Vinkona mín var stödd í fjarlægu landi þegar faðir hennar dó. „Núna veit ég," sagði hún við mig, „hvað sorg er." „Og hvað er hún?" spurði ég. „Stundum," sagði vinkona mín, „er hún það sem maður býst við. Og stundum er hún ekki annað en geðvonska." Þegar faðir vinkonu minnar dó voru fjármál hans ekki í reiðu. Hann var slyppur. Vinkona mín var fyrsta manneskjan sem ég sá brjóta þá megin- reglu að klæðast ekki röndóttum fötum við rósótt. Hún stóð á tröpp- um kapellunnar og hélt svartri regnhlíf yfir höfði sér. Þetta var á sjöunda áratugnum. * Vinkona mín sneri aftur frá Evrópu og fann sér vinnu. Þá daga sem hún var ekki að mála leikmyndir fyrir borgun hélt hún á köldu og skítugu vinnustofuna sína í miðborginni og málaði fyrir hitt, hvað sem það var. Hún gekk í ódýrum skóm og batt hárið í hnút í hnakkann. * Á námsárunum passaði vinkona mín hjá þekktri konu á fimmtugsaldri sem vann á kvöldin. „Hvernig er hún?" spurði ég. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.