Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 85

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Qupperneq 85
„Hún fór með mig upp," sagði vinkona mín, „og sýndi mér svefnherbergið sitt. Það var fullt af blómum. Við stóðum í gættinni og horfðum inn. Hún sagði: „Kynlíf er ekkert vandamál hjá mér."" * Þegar sá sem...maðurinn sem hafði verið í herberginu á undan vinkonu minni, kom í mat, töluðu þau saman í nokkra klukkutíma eftir að allir aðrir voru farnir frá borðum, um mismunandi skynjun og skilning. Vinkona mín talaði hægt, í löngum, flóknum setningum með sundurleitu myndmáli, og hló oft. Maðurinn, sem var vísindamaður, var hraðmæltur og léttmáll, en sat kyrr. Þau virtust hlusta hvort á annað. „Ég á ekki við guð í kristnum skilningi," sagði vinkona mín. „Það er eigingirni," sagði maðurinn, „sem fær fólk til að óska þess að lífið hafi víðari skírskotun." * Við vinkonurnar unnum eitt sumar við að selja karlmannsnærföt í stórmarkaði í Footscray. Við vorum í litlu bómullarkjólunum okkar, bláu sandölunum. Við vorum hamingjusamar þar, við að selja, pakka inn, hlaupa upp og niður stigana, berja kassavélina, fara út í garð í hádeginu með strákunum úr búðinni. Ég var hamingjusöm. Yngsti strákurinn leit á okkur og andvarpaði og sagði: „Ég veit ekki hvora ykkar ég elska heitar." Dag einn var vinkona mín að afgreiða skarp- leita konu í sérvöruhorninu. Það heyrðist öskur. Ég leit upp. Vinkona mín var að strunsa á dyr. Hún var grátandi. Við stóðum öll hreyf- ingarlaus, í leikrænum stellingum. Konan yppti öxlum. Hún talaði til dolfallinna búðargestanna: „Ég sagði ekki nokkurn skapaðan hlut," sagði hún. „Þetta hefur ekkert með mig að gera." Ég skildi viðskiptavin minn eftir og hljóp á eftir vinkonu minni. Hún var neðar í götunni, að skoða í búðarglugga. Hún var hætt að gráta. Hún fór að segja mér allt af létta...en það skiptir ekki máli núna. Þetta var á sjöunda áratugnum; áður en kvennabaráttan hófst. 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.