Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 86

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Page 86
* Sum kvöld kom vinkona mín sæl og glöð heim af vinnustofunni. „Það sem við þörfnumst," sagði hún, „eru þessi ólmu augnablik, þegar efnið eina og sanna rennur hindrunarlaust fram í handlegg- • „ // mn. * Vinkona mín skar sítrónur í bita og setti þá út í vatnskönnu þegar ekki voru til peningar fyrir víni. * Vinkona mín kom út af læknamiðstöðinni. Ég hljóp til og ætlaði að taka undir handlegginn á henni en hún óð framhjá mér og laut yfir ræsið. Ég rétti henni vasaklútinn minn. Sumarvindurinn blés hömlu- laust gegnum opnar hliðar sporvagnsins. Við stóðum og héldum okkur í leðurólarnar. „Ég get ekki setið," sagði vinkona mín. „Hann stakk stærðar grisjuvafningi upp í mig." Þetta var á sjöunda áratugn- um; áður en kvennabaráttan hófst. Sporvagninn rann framhjá djúp- um görðunum. Vinkona mín var með bros á vör. Vinkona mín kom ásamt manni sínum í heimsókn til okkar hjónanna. Við urðum vör við bílinn þeirra og litum út um gluggann uppi. Við heyrðum hann þruma yfir henni og hana hrópa kveinandi röddu. Ég hljóp niður til að opna dyrnar. Þau stóðu á mottunni, ósköp venjuleg að sjá. Við fórum út í Royal Park og settum á loft flugdreka sem maðurinn hennar hafði búið til. Gælunafnið sem hann notaði um hana átti rætur að rekja til föður hennar. Þeir elskuðu hana báðir, að sjálfsögðu. Þetta var á sjöunda áratugnum. * Vinkona mín var einmana. 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.