Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1997, Side 87
*
Vinkona mín seldi nokkur málverk. Ég fór á vinnustofuna hennar
til að skoða þau áður en þau voru sótt. Lyktin af olíumálningunni
fékk á mig - mér fannst þetta vera karlleg lykt. Þetta var á níunda ára-
tugnum, eftir kvennabaráttuna. Myndirnar voru stórar. Ég „skildi"
þær ekki; en kannski gerði ég það þó, því að mér lá við yfirliði frammi
fyrir þeim, hinar furðulegu plöntur hennar og verur streymdu í áttina
að uppsprettu guls ljóss sem var alveg ómótstæðilegt.
*
„Þegar maður er hamingjusamur," sagði vinkona mín, „er allt svo
slétt og fellt og tíðindalítið, það er eins og ekkert hafi gerst."
X-
Vinkona mín keypti nýslátraðan kjúkling á markaðnum. „Æ,"
sagði hún. „Finndu þetta." Ég tók hann upp. Flold hans var bólótt og
mjúkt, og hreyfðist á beinunum eins og hold á ungbarni.
*
Ég fór inn í herbergi vinkonu minnar þegar hún var að heiman. Á
blað á veggnum hafði hún skrifað: „Henry James við vin í vanda:
„helltu þér út í öðruvísi líf...en þá á ég við listamannslíf, sem aldrei
bregst einlægum tilbeiðanda, je vous le garantis, þegar það er tilbeðið
á trúarlegan hátt og vel skilið - það fleytir honum í gegnum hvað sem
er, og afhjúpar fyrir honum í hverju galdurinn við það er fólginn.""
X-
Ég var veik. Vinkona mín færði mér huggulegt snarl þegar við átti.
Ég sat á koddunum mínum og glamraði hæversklega þá fáu hljóma
sem ég kunni á havæska gítarinn minn. Vinkona mín sat á stólbrún,
með beinaberar hendurnar fléttaðar um bolla, og talaði. Hún mælti
85